Fjórða mótið í Le Kock mótaröðinni reyndist stórskemmtilegt og spennandi en það fór fram í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 6. ágúst. Sem fyrr var aragrúi titlhafa meðal keppenda þrátt fyrir að fjöldi titilhafa sér erlendis við taflborðið. Að loknum níu spennandi umferðum reyndist það vera Róbert Lagerman sem stóð uppi sem sigurvegari og hafði þar m.a. betur en þrír stórmeistarar sem tóku þátt. VignirVatnar.is í samstarfi við Le Kock, Deig og Ölvisholt halda þessa stórglæsilegu mótaröð þar sem glæsileg verðlaun eru í boði!
Að þessu sinni mættu rúmlega 40 skákmenn til leiks á Le Kock á Tryggvagötu og hófst baráttan strax í fyrstu umferð. Hinn margreyndi Kristján Örn minnti á sig strax í fyrstu umferð með sigri gegn Jóni Viktori sem var aðeins ryðgaður í byrjun.


Lokastaðan – efstu menn:
- FM Róbert Lagerman – 7,5 vinningar
60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
Don Roberto minnti svo sannarlega á sig og var taplaus á mótinu. - GM Bragi Þorfinnsson – 7,5 vinningar
40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
Frábær endasprettur hjá Braga tryggðu honum 2. sætið og góð stig í mótaröðinni!
- CM Halldór Halldórsson – 6,5 vinningar
20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
Halldór átti mjög fínt mót og vel að 3. sætinu kominn. Halldór hefur beittan hraðskákstíl og teflir skemmtilegar hraðskákbyrjanir. Halldór kom líka með þá skemmtilegu nýbreytni að gefa skákstjóra hluta af verðlaunum sínum, greinarhöfundur styður þessa nýbreytni!
U2000 Verðlaun
Reynsluboltinn Eiríkur K. Björnsson tók U2000 verðlaunin eftir harða baráttu í lokaumferðinni en hann og Kristján Örn voru að mörgu leiti menn mótsins. Eiríkur lagði Jón Viktor og Benedikt Briem auk þess að gera jafntefli við Þröst Þórhallsson. +43 elóstig sem lyfta honum yfir 2000 elóstigin í hraðskák.
U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsti konan
Baráttan um var grjóthörð og áttu allar möguleika fyrir lokaumferðina. Gunnar Björnsson lagði Hallgerði Helgu að velli í lokaumferðinni og því ljóst að skák Guðrúnar Fanney og Iðunnar myndi ráða úrslitum.


Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsti stigalausi
Karl Smárason vann verðlaun fyrir efsta stigalausa. Eina spurningin er hvort hann hafi þegið verðlaunin af sjálfum sér 😉

Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Stig í mótaröðinni eftir fjögur mót
Hægt er að sjá stöðuna á Google Sheets
- Baráttan verður gríðarlega hörð um 12 efstu sætin og nokkuð ljóst að úrslit ráðast ekki fyrr en í síðasta mótinu.
➕ Athyglisverðar stigabreytingar:
- Eiríkur Björnsson +43,4 fer yfir 2000 í hraðskák
- Stefán Bergsson +43
- Róbert Lagerman +33
- Halldór Halldórsson +37
- Kristján Örn Elíasson +67
- Igor Trzonek +46
Hægt er að skoða allar skákir og einstök úrslit á Chess-Results.
Fréttir frá fyrri mótum:
Fyrsta mót – Hannes Hlífar Stefánsson varð hlutskarpastur
Annað mótið – Vignir Vatnar vann sjálfur
Þriðja mótið – Vignir vann aftur þriðja mótið.