Landsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir tók þátt á skákmóti í Basel á milli jóla og nýárs sem lauk í dag. Um var að ræða Basel Xmas Festival 2025. Alls tóku 90 keppendur þátt og var Hallgerður númer 72 í styrkleikaröð.

Hallgerður náði sér ekki vel á strik að þessu sinni og endaði með 3 vinninga af 9 mögulegum. Hallgerður rétti úr kútnum í lokaumferðinni í dag þar sem hún lagði WFM V Rindhiya(2070) að velli. Allir andstæðingar Hallgerðar höfðu yfir 2000 stig á mótinu og því um mjög góða æfingu að ræða hér.

Mótið á chess-results

- Auglýsing -