Ingvar Þór og Björn Ívar fá að dusta af sér ferðarykið eftir EM-ungmenna í Buva áður en þeir snúa aftur í stúdíóið.

Undanrásir Síminn Invitational í netskák fara fram fimmtudagkvöldið, 8. janúar 2026 á Chess.com og hefstjast kl. 19.30.

Fjögur sæti eru í boði!

Til að hafa keppnisrétt þurfa viðkomandi að hafa rétt á því að tefla fyrir Íslands hönd og vera meðlimir í TeamIceland á Chess.com.

Mótsstig Chess.com gildir séu menn jafnir að vinningum. Ef Chess.com styttir mótið v/fjölda þátttakanda þá gildir sú stytting. Í stuttu máli sagt – allar reglur Chess.com gilda.

Það er nauðsynlegt að skrá rétt nafn í skráningarformið til að eiga möguleika að fá sæti í úrslitunum. Þeir sem hafa þegar keppnisrétt í úrslitunum mega ekki tefla í undanrásunum. 

Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.

Mótið fer fram með áþekku fyrirkomulagi og á síðasta ári. Sjálf 16 manna úrslitin hefjast 28. janúar

Keppendur í 16 manna úrslitum verða valdir á eftirfarandi hátt.

  1. Keppendur sem komust í átta manna úrslita á Íslandsmóti Símans haustið 2025 (varamenn úr undanrásunum núna)
  2. Efsti maður á Friðriksmótinu–Íslandsmótinu í hraðskák sem ekki fellur undir lið 1 (varamenn úr sama móti)
  3. Íslandsmeistari kvenna (varamenn úr sama móti)
  4. Þrír stigahæstu skákmenn landsins með virk FIDE-hraðskákstig 1. janúar 2026 sem falla ekki undir nr. 1-3 (varamenn næstu virku menn á hraðskákstigum)
  5. Þrír efstu úr undankeppninni á Chess.com (varamenn úr sama móti)

Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.

Verðlaun í aðalkeppninni

  1. 200.000 kr
  2. 100.000 kr.
  3.   25.000 kr
  4.   25.000 kr.

Engin verðlaun, nema keppnisréttur í úrslitakeppninni, eru í undanrásunum.

Eftirtaldir tólf keppendur hafa þegið boð um þátttöku

  1. GM Vignir Vatnar Stefánsson (8 manna úrslit)
  2. FM Símon Þórhallsson (8 manna úrslit)
  3. GM Bragi Þorfinnsson (8 manna úrslit)
  4. FM Ingvar Þór Jóhannesson (8 manna úrslit)
  5. GM Jóhann Hjartarson (8 manna úrslit)
  6. FM Jón Kristinn Þorgeirsson (8 manna úrslit)
  7. IM Björn Þorfinnsson (8 manna úrslit)
  8. CM Jón Trausti Harðarson (Friðriksmótið) – kemur inn sem 2. varamaður þar sem Hannes og Þröstur afþökkuðu sæti)
  9. WGM Lenka Ptácníková (Íslandsmót kvenna)
  10. FM Örn Leó Jóhannsson (skákstig)
  11. GM Guðmundur Kjartansson (skákstig – varamaður Hilmis Freys)
  12. IM Dagur Ragnarsson (skákstig – varamaður Helga Ól)
  13. Undankeppni
  14. Undankeppni
  15. Undankeppni
  16. Undankeppni (sæti Helga Áss)

Dagskrá

8. janúar 26′ Undanrásir
18. janúar. 26′ 16 manna úrslit
25. janúar 26′ 16 manna úrslit
1. febrúar 26′ 16 manna úrslit
8. febrúar 26′ 16 manna úrslit
22. febrúar 26′ 8 manna úrslit
1. mars 26′ 8 manna úrslit
15. mars 26′ Undanúrslit
22. mars 26′ Úrslit
- Auglýsing -