
Undanrásir Síminn Invitational í netskák fara fram fimmtudagkvöldið, 8. janúar 2026 á Chess.com og hefstjast kl. 19.30.
Fjögur sæti eru í boði!
Til að hafa keppnisrétt þurfa viðkomandi að hafa rétt á því að tefla fyrir Íslands hönd og vera meðlimir í TeamIceland á Chess.com.
Mótsstig Chess.com gildir séu menn jafnir að vinningum. Ef Chess.com styttir mótið v/fjölda þátttakanda þá gildir sú stytting. Í stuttu máli sagt – allar reglur Chess.com gilda.
Það er nauðsynlegt að skrá rétt nafn í skráningarformið til að eiga möguleika að fá sæti í úrslitunum. Þeir sem hafa þegar keppnisrétt í úrslitunum mega ekki tefla í undanrásunum.
- Skráningarform
- Þegar skráðir keppendur
- Tengill á mótið á chess.com (Mótið opnar 1 klst. áður en það hefst)
Mótið er í umsjón Rafíþróttasambands Íslands í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport.
Mótið fer fram með áþekku fyrirkomulagi og á síðasta ári. Sjálf 16 manna úrslitin hefjast 28. janúar
Keppendur í 16 manna úrslitum verða valdir á eftirfarandi hátt.
- Keppendur sem komust í átta manna úrslita á Íslandsmóti Símans haustið 2025 (varamenn úr undanrásunum núna)
- Efsti maður á Friðriksmótinu–Íslandsmótinu í hraðskák sem ekki fellur undir lið 1 (varamenn úr sama móti)
- Íslandsmeistari kvenna (varamenn úr sama móti)
- Þrír stigahæstu skákmenn landsins með virk FIDE-hraðskákstig 1. janúar 2026 sem falla ekki undir nr. 1-3 (varamenn næstu virku menn á hraðskákstigum)
- Þrír efstu úr undankeppninni á Chess.com (varamenn úr sama móti)
Í úrslitakeppninni verða tefld sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning. Í úrslitum verður 10 skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 5½ vinning.
Verðlaun í aðalkeppninni
- 200.000 kr
- 100.000 kr.
- 25.000 kr
- 25.000 kr.
Engin verðlaun, nema keppnisréttur í úrslitakeppninni, eru í undanrásunum.
Eftirtaldir tólf keppendur hafa þegið boð um þátttöku
- GM Vignir Vatnar Stefánsson (8 manna úrslit)
- FM Símon Þórhallsson (8 manna úrslit)
- GM Bragi Þorfinnsson (8 manna úrslit)
- FM Ingvar Þór Jóhannesson (8 manna úrslit)
- GM Jóhann Hjartarson (8 manna úrslit)
- FM Jón Kristinn Þorgeirsson (8 manna úrslit)
- IM Björn Þorfinnsson (8 manna úrslit)
- CM Jón Trausti Harðarson (Friðriksmótið) – kemur inn sem 2. varamaður þar sem Hannes og Þröstur afþökkuðu sæti)
- WGM Lenka Ptácníková (Íslandsmót kvenna)
- FM Örn Leó Jóhannsson (skákstig)
- GM Guðmundur Kjartansson (skákstig – varamaður Hilmis Freys)
- IM Dagur Ragnarsson (skákstig – varamaður Helga Ól)
- Undankeppni
- Undankeppni
- Undankeppni
- Undankeppni (sæti Helga Áss)
Dagskrá
| 8. janúar 26′ | Undanrásir |
| 18. janúar. 26′ | 16 manna úrslit |
| 25. janúar 26′ | 16 manna úrslit |
| 1. febrúar 26′ | 16 manna úrslit |
| 8. febrúar 26′ | 16 manna úrslit |
| 22. febrúar 26′ | 8 manna úrslit |
| 1. mars 26′ | 8 manna úrslit |
| 15. mars 26′ | Undanúrslit |
| 22. mars 26′ | Úrslit |














