Lokaátökin í HM í atskák fara fram í dag í Moskvu. Heimsmeistarinn, Magnús Carlsen (2886) er efstur með með 8 vinninga eftir 10 umferðir. Er taplaus og virðist vera í feiknaformi og gagnrýnir keppinauta sína fyrir stutt jafntefli sem áttu sér stað í lokaumferð gærdagsins.
To NRK Magnus calls those playing quick draws at the top ‘cynical’, and not what people want to see. Hopes that this practical, energy-saving angle doesn’t win out in the end. #rapidblitz
— Jonathan Tisdall (@GMjtis) December 27, 2019
Staða efstu manna:

Stöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.
Í beinni
Nánar um mótið
Í atskákinni eru tímamörkin 15+10. Tefldar eru 5 skákir á dag alls 15 umferðir dagana 26.-28. desember. Í kvennamótinu eru umferðirnar 12.
Hraðskákin fer svo fram 29. og 30. desember. Taflfmennska hefst alla dagana kl. 12 nema þann lokadaginn, 30. desember, því þá hefst hún kl. 11.
HM kvenna í atskák

Hin rúmenska Irina Bulmuga hefur komið verulega á óvart er efst með 6½ vinning efti átta umferðir ásamt hinum kínversku Tan Zhongyi (2496) og Lei Tingjie (2498).
Stöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.
Hvernig er best að fylgjast með veislunni?
Allmargar leiðir eru til þess. Ritstjóri getur bent á eftirfarandi leiðir
- NRK – Beinar útsendingar eru á NRK. Hafa verður í huga að öll athyglin á NRK fer á Magnús Carlsen en útsendingarnar eru senn skemmtilegar og líflegar.
- Heimasíða mótsins og Chess24 – mjög góðar skýringar. Þær sömu og eru í youtube-tenglinum hér að ofan. Í umsjón Leko, Miro og Skripchenko
- Chess.com. Þar eröflugir menn á ferðinni en skákskýringar er í höndum stórmeistarana Yasser Seirawan og Robert Hess
- Chess-Results – úrslit og staða
Viltu tefla sjálfur?
Íslandsmótið í atskák fer fram á morgun sunnudaginn 29. desember og hefst kl. 13. Á sama tíma fer fram Hverfakeppni SA fyrir norðan. Síðar um kvöldið hefst svo lokamót Íslandsmótsins í netskák kl. 20.


















