Fjórða umferð Haustmóts TR fór fram í dag. Frekar má þó segja að hún hafi hafist en mikið var af frestuðum skákum vegna EM ungmenna í netskák og einnig vegna þess að tveir keppendur gátu ekki teflt þar sem þeir eru í úrvinnslusóttkví (bíða niðurstöðu skimunar).
A-flokkur

Í a-flokki fóru tvær skákir fram. Stórmeistararnir Hjörvar Steinn og Helgi Áss Grétarssynir unnu sínar skákir gegn Davíð Kjartanssyni og Símoni Þórhallssyni.
Hjörvar Steinn er efstur með fullt hús að loknum fjórum skákum. Bragi Þorfinnsson er annar með 2½ vinning eftir 3 umferðir. Guðmundur Kjartansson er þriðji með 2 vinninga en hefur aðeins teflt tvær skákir.
Sex skákum er ólokið og fara þær fram á morgun og á þriðjudag.
B-flokkur

Aðeins ein skák fór fram í dag. Lenka Ptácníková (2117) vann Pétur Pálma Harðarson (2061).
Lenka er efst með 3 vinninga. Pétur Pálmi og Alexander Oliver Mai (2055) hafa 2½. Sá síðastnefndi á inni frestaða skák.
Sjö skákum er ólokið og fara þær fram á morgun og á þriðjudag.
C-flokkur

Flestar viðureignir opna flokksins fóru fram í dag. Jóhann Jónsson (0), Elvar Már Sigurðsson (1712) og Halldór Kristjánsson (1518) eru efstir með 3½ vinning. Fleiri munu bætast við í hóp efstu manna að loknum frestuðum skákum.
Opni flokkurinn á Chess-Results.
Fimmta umferð mótsins fer fram á miðvikudagskvöldið. Í millitíðinni verða tefldar frestuðu skákirnar. Haustmótinu verður gerð betri skil að loknum frestuðum skákunum.
















