EM ungmenna á netinu lauk í dag, sunnudag. Átjan íslensk ungmenni öttu kappi við kollega sína víðsvegar að úr Evrópu í gegnum töfra internetsins. Margir stóðu sig með prýði en að mesta athyglin beindist að Vigni Vatnari Stefánssyni sem var í dauðfæri að komast á pall á mótinu. Hann var einn í öðru sæti fyrir lokaumferðina en tapaði í lokaumferðinni eftir mikla baráttu.

Skoðum árangur íslensku keppendanna á mótinu og í umferðum dagsins.

Strákar

U18

Vignir Vatnar rauf loks 6 vinninga múrinn en hann hefur ótrúlega oft endað með 6 vinninga af 9 á þessum Evrópumótum. Að þessu sinni var hann kominn með 6,5 vinning eftir 8 umferðir og litlu mátti muna að hann næði að klára 7 vinninga og þá hefði verðlaunasæti orðið hans.

Vignir endaði í jöfnu 5. sæti en hafnaði í 8. sæti á stigum. Hann var einstaklega óheppinn með paranir en hann tefldi við alla þrjá stórmeistarana í flokknum og fékk svart gegn þeim öllum! Vignir má þó vel við una og glæsilegur árangur hjá honum!

Birkir og Alexander enduðu báðir með 4 vinninga en hefðu átt að fá fleiri með smá heppni.

 • FM Vignir Vatnar Stefánsson 6.5 vinningar af 9
 • Birkir Ísak Jóhannsson 4 vinningar af 9
 • Alexander Oliver Mai 4 vinningar af 9

Skákir Vignis:

U16

 

Ljóst var fyrirfram miðað við elóstig að baráttan yrði erfið í þessum flokki. Strákarnir héldust nokkuð í hendur í þessu móti og unnu allir eina skák hvern daginn og enduðu með þrjá vinninga.

 • Örn Alexandersson 3 vinningar af 9
 • Benedikt Þórisson 3 vinningar af 9
 • Kristján Dagur Jónsson 3 vinningar af 9

U14

Heilt yfir geta allir keppendurnir í U14 betur og vita það best sjálfir. Þeir voru oft á fá fínar stöður en svo klikkaði eitthvað. Þessir meistarar munu vafalítið finna út úr því og koma sterkari til leiks næst!

 • Benedikt Briem 3.5 vinningar af 9
 • Gunnar Erik Guðmundsson 3.5 vinningar af 9
 • Ingvar Wu Skarphéðinsson 3 vinningar af 9

U12

Markús Orri átti sinn besta dag en Blikastrákarnir voru lakari en áður. Fín reynsla fyrir alla í þessum flokki!

 • Matthías Björgvin Kjartansson 4.5 vinningar af 9
 • Mikael Bjarki Heiðarsson 2.5 vinningar af 9
 • Markús Orri Óskarsson 3.5 vinningar af 9

Stelpur

U14

Batel má vel við una með 50% vinninga og Iðunn stóð sig vel á síðasta keppnisdegi.

 • Batel Goitom Haile 4.5 vinningar af 9
 • Iðunn Helgadóttir 3.5 vinningar af 9
 • Arna Dögg Kristinsdóttir 2 vinningar af 9

U12

Guðrún Fanney varð efst í U12 flokknum enda með mestu keppnisreynsluna þar. Það sýnir sig að það að hafa byrjanakerfi getur skipt máli og Guðrún er að standa sig vel þar. Þórhildur og Katrín geta vel við unað með 3 vinninga á sínu fyrsta EM og voru duglegar að ná í vinninga í dag.

 • Guðrún Fanney Briem 4 vinningar af 9
 • Þórhildur Helgadóttir 3 vinningar af 9
 • Katrín María Jónsdóttir 3 vinningar af 9

Mótið á chess-results (velja þarf flokka til að skoða þá)

Skákskýringar voru frá mótinu í umsjón Björns Ívars Karlssonar og Ingvars Þór Jóhannessonar. Upptökur frá umferðunum má nálgast hér að neðan.

Útsending 7. umferðar

Útsending 8. umferðar

Útsending 9. umferðar

- Auglýsing -