Fulltrúar Íslands á EM ungmenna í netskák. Mynd: GB

EM ungmenna í netskák lýkur með þremur síðustu umferðunum (7.-9. umferð) í dag. Umferðirnar eru tefldar kl. 12, 14 og 16 og hefjast lýsingar skömmu eftir að umferðir hefjast.

Vignir Vatnar Stefánsson er í 3.-4. sæti í sínum flokki með 5 vinninga og mætir hollenskum stórmeistara. Matthías Björgvin Kjartansson og Batel Goitom Haile hafa 3½ vinning

Bein lýsing í umsjón Ingvars Þór Jóhannessonar og Björns Ívars Karlssonar hefst uppúr kl. 12. Í gær kíkti Hjörvar Steinn Grétarsson við í heimsókn.

- Auglýsing -