Magnús Carlsen og Wesley So urðu efstir og jafnir á Saint Louis-mótinu í at- og hraðskák sem lauk í gær á Lichess-þjóninum. Hikaru Nakamura varð þriðji.

Sjá nánar á Chess.com.

 

Mótið fór fram 15.-19. september. Fyrstu þrjá dagana (15.-17.) voru tefldar atskákir (25+5), einföld umferð, þar sem vinningarnir töldu tvöfalt. Seinni tvo dagana (18. og 19.) voru tefldar hraðskákir (5+3), tvöföld umferð þar sem vinningarnir giltu einfalt.

- Auglýsing -