EM ungmenna á netinu hélt áfram í dag þar sem 4-6. umferð fór fram. Íslensku keppendurnir tefla sem fyrr nánast allir úr salarkynnum Skáksambands Íslands. Allir íslensku keppendurnir eru kominr á blað en vert er að fylgjast sérstaklega með Vigni Vatnari Stefánssyni sem er í 3-4. sæti í flokki 18 ára og yngri þegar einn keppnisdagur er eftir.

Skoðum árangur íslensku keppendanna í fyrstu sex umferðunum og umferðum dagsins.

Strákar

U18

Vignir Vatnar er í sérflokki af íslensku keppendunum. Hann hefur 5 vinninga af 6 og er í toppbaráttu. Hann mun að öllum líkindum mæta hollenska stórmeistaranum Casper Schoppen í 7. umferð í gríðarlega mikilvægri skák. Ef sigur vinnst er Vignir í dauðafæri!

Birkir og Alexander hafa báðir 2.5 vinning og áttu fína spretti inn á milli en vantaði smá heppni í dag. Birkir lék kolunnu tafli niður í tap í 5. umferð og hefði getað gert betur í dag.

 • FM Vignir Vatnar Stefánsson 5 vinningar af 6
 • Birkir Ísak Jóhannsson 2.5 vinningar af 6
 • Alexander Oliver Mai 2.5 vinningar af 6

U16

Dagur tvö var afrit af degi eitt í þessum flokki. Allir fengu einn vinning í dag. Drengirnir geta allir þrír betur og gera það vafalítið í lokaumferðunum.

 • Kristján Dagur Jónsson 2 vinningar af 6
 • Örn Alexandersson 2 vinningar af 6
 • Benedikt Þórisson 2 vinningar af 6

U14

Það var enginn sem skaraði fram úr í U14. Allir fengu 1 af 3 í dag.

 • Benedikt Briem 2,5 vinningar af 6
 • Gunnar Erik Guðmundsson 2 vinningar af 6
 • Ingvar Wu Skarphéðinsson 2 vinningar af 6

U12

Matthías Björgvin var stjarna dagsins með 2.5 vinning af 3 í dag og sýndi flotta spretti. Mikael og Markús eiga eitthvað inni og sækja það vonandi á morgun.

 • Matthías Björgvin Kjartansson 3.5 vinningar af 6
 • Mikael Bjarki Heiðarsson 2,5 vinningar af 6
 • Markús Orri Óskarsson 2 vinningar af 6

Stelpur

U14

Batel sýndi mikla keppnishörku í dag og halaði inn 2.5 vinningum í skákunum 3. Hún var einnig nálægt sigri í lokaumferð dagsins. Iðunn og Arna unnu sitt hvora skákina í dag og bíta betur frá sér á morgun.

 • Batel Goitom Haile 3.5 vinningar af 6
 • Iðunn Helgadóttir 2 vinningar af 6
 • Arna Dögg Kristinsdóttir 2 vinningar af 6

U12

Guðrún Fanney náði í sinn annan vinning en því miður kom hann í innbyrðis viðureign íslenskra keppenda þegar hún hafði betur gegn Þórhildi. Þórhildur og Katrín María komust á blað í dag eftir erfiðan fyrsta dag. Báðar hafa sýnt batamerki í að nota tímann sinn betur og halda því vonandi áfram!

 • Guðrún Fanney Briem 2 vinningar af 6
 • Þórhildur Helgadóttir 1 vinningar af 6
 • Katrín María Jónsdóttir 1.5 vinningar af 6

 

Sjöunda umferð hefst  klukkan 12:00 á morgun! Beinar útsendingar með skákskýringum verða undir stjórn Ingvars Þórs Jóhannessonar og Björns Ívar Karlssonar. Fylgjumst vel með Vigni á morgun þar sem hann er í harðri toppbaráttu, áfram Ísland!

Aðstöður annarra landa

 

Útsending 4. umferðar

Útsending 5. umferðar

Stigahæsti skákmaður Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson kíkti við og kom með marga gullmola sem krakkarnir eiga að geta lært vel af!

Útsending 6. umferðar

Prófuðum að nota beint skjágrip af heimasíðu mótsins þar sem hægt er að sjá klukkur, gekk vel að okkar mati!

- Auglýsing -