Íslandsbikarinn hefst núna kl. 14. Átta af sterkustu skákmenn landsins tefla útsláttarkeppni um laust sæti á næsta heimsbikarmóti í skák sem fram fer í Sochi í Rússlandi, síðsumars/haust. Taflmennskan fer fram í Landsbankanum Austurstræti.
Taflmennskan fer fram 6.-14. mars. Tefldar eru tvær kappskákir og svo til þrautar með styttri umhugsunartíma verði jafnt eftir kappskákirnar.
Pörun dagsins
- Vignir – Hjörvar
- Hannes – Bragi
- Jóhann – Helgi Áss
- Guðmundur – Margeir
Mótið er beint á öllum helstu miðlum heims eins og Chess24, Chess.com, FollowChess og Chessbomb.
Bein lýsing (Björn Ívar og Ingvar) – hefst um kl. 15
- Auglýsing -















