Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti.

Í nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar segir meðal annars: 

Íþróttir, þar með taldar æfingar og keppnir, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utan­dyra, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Þetta þýðir að skáklíf landans í raunheimum leggst af næstu 3 vikurnar.  Mörg félög hafa þegar brugðist við

Af heimasíðu TR

Engin starfsemi verður í Taflfélaginu næstu þrjár vikurnar vegna hertra sóttvarnarreglna. Staðan eftir fimm umferðir í Öðlinga- og Yrðlingamótum gildir sem lokastaðan eins og tilkynnt hafði verið. Kennsla í byrjenda, stúlkna – og framhaldsflokkum fellur niður frá og með morgundeginum. Gleðilega páska!

Af Facebook-síðu Skákdeildar Breiðabliks má finna tilkynningu frá aðaldeild Breiðabliks

-Íþróttastarfið í langt páskafrí-

Kæru Blikar,

Frá og með morgundeginum, 25.mars, verður allt okkar íþróttastarf…

Posted by Breiðablik on Miðvikudagur, 24. mars 2021

Af heimasíðu SSON

Stjórn SSON hefur ákveðið, vegna hertra sóttvarnarreglna, að fella niður allar æfingar og skákmót næstu þrjár vikurnar, þar með talið hið vinsæla skírdagsmót.

Af heimasíðu Skákfélags Akureyrar

Vegna tilkynningar stjórnvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir er aðeins eitt í stöðunni fyrir okkur. Hefðbundin starfsemi leggst af í bili., þ.m.t. skákæfingar og mót. Við byrjum aftur um leið og það verður heimilt.

- Auglýsing -