EM áhugamanna í netskák fer fram 10.-28. apríl á Tornelo-netþjóninum. C-flokkur sem er ætlaður skákmönnum með 1701-2000 kappskákstig fer fram um helgina. Skráningafrestur í c-flokk rennur út á morgun. Vakin er athygli að þeir sem hafa minna en 1700 skákstig geta tekið þátt í b-flokki gegn því að greiða hærri þátttökugjöld.
Enn hafa úrslit ekki verið staðfest í c-flokki (1401-1700) en ritstjóra sýnist að 3 íslenskir skákmenn þaðan hafi áunnið sér rétt til að tefla í b-flokki. Nánar um það þegar úrslit hafa verið staðfest.
Registrations for Group C’ (1700-2000) starting this Saturday are daily growing. 100 players were qualified from B’…
Posted by European Chess Union on Mánudagur, 19. apríl 2021
Þegar skráðir íslenskir keppendur
Flokkaskipting
- A: 1000-1400 skákstig (10.-11. apríl)
- B: 1401-1700 skákstig (17.-18. apríl)
- C: 1701-2000 skákstig (24.-25. apríl)
- D: 2001-2300 skákstig (27.-28. apríl)
Miðað er við kappskákstig 1. apríl 2021.
Dagskrá mótsins er sem hér segir

Fyrirkomulagið er þannig að fyrri daginn eru tefldar undanrásir. Um það bil 250 efstu keppendur ávinna sér rétt til að tefla í úrslitakeppninni. 100 efstu í henni ávinna sér rétt til í flokknum fyrir ofan.
Verðlaun
Þátttökugjöld eru €15. Gegn greiðslu á €20 er hægt að tefla í flokkum fyrir stigahærri keppendum.
Nánari upplýsingar um mótið og skráningaform má finna á heimasíðu ECU.















