Anish Giri fylgist með skák Alekseenko og Caruana. Mynd: Lennart Ootes.

Níunda umferð áskorendamótsins í Katrínarborg fór fram í dag. Anish Giri (2776) tefldi gríðarlega vandað og vann Wang Hao (2763). Öðrum skákum lauk með jafntefli. Engu að síður allt hörkuskákir og má þar sérstaklega nefna skák Ding Liren (2791) og Maxime Vachier-Lagrave (2758). Aðra skákina í röð fékk Frakkinn á sig óvenjulega mannsfórn. Nepo er efstur með 5½ vinning. Caruana, MVL og Giri hafa 5 vinninga.

Ingvar Þór Jóhannesson skýrði skákina á jútjúb-myndbandi

Staðan

 

Tíunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11. Þá mætast:

  • Nepo-Alekseenko
  • MVL-Giri
  • Caruana-Ding Liren
  • Wang Hao – Grischuk

Margar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Hér eru nokkrar.

  • FIDE (opinbera útsendingin)
  • Chess24 (Magnús Carlsen meðal lýsenda)
  • Chess.com (Anand og fleiri)
- Auglýsing -