Caruana og MVL heilsast í upphafi skákar. Karpov fylgist með. Mynd: FIDE/Lennart Ootes.

Seinni hluti áskorendamótsins í skák hófst með látum í Katrínarborg. Fabiano Caruana (2820) vann Maxime Vachier-Lagrave (2758) í magnaðri skák í eitraða peðs afbrigðinu. Bandaríkjamaðurinn fórnaði þremur peðum og svo síðar manni. Eftir spennandi skák kom upp stað með hróki+peði gegn riddara+peði. Frakkinn gat haldið jafntefli en fann ekki einstigið, sem hann þurfti nauðsynlega að finna, og tapaði.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina og reyndar einnig aðrar skákir umferðinnar á jútjúb.

Kirill Alekseensko (2696) vann landa sinn Alexander Grischuk (2777) í skák sem einnig var afar spennandi.

Öðrum skákum umferðinnar lauk með jafntefli. Annars vegar skák Kínverjanna Wang Hao (2763) og Ding Liren (2791) og hins vegar Ian Nepomniachtchi (2789) og Anish Giri (2776).

Ingvar, Gunnar Björnsson og Björn Ívar Karlsson fóru yfir gang mála í skákhlaðvarpi dagsins. Einnig var þar komið inn á Skákþing Íslands sem hefst á fimmtudaginn sem og Íslandsmót skákfélaga sem fram fer í maí.

Skákhlaðvarpið

Nepo er efstur með 5 vinninga, Caruana og MVL koma næstir með 4½ vinning.

Staðan

Níunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11. Þá mætast:

  • Grischuk-Nepo
  • Alekseenko-Caruana
  • Ding Liren – MVL
  • Giri-Wang Hao

Margar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Hér eru nokkrar.

  • FIDE (opinbera útsendingin)
  • Chess24 (Magnús Carlsen meðal lýsenda)
  • Chess.com (Anand og fleiri)

 

- Auglýsing -