Nepo var káttur í lok skákarinnar. Mynd: Lennart Ootes.

Þegar einni umferð er ólokið á áskorendamótinu liggur fyrir að Ian Nepomniachtchi verður áskorandi Magnúsar Carlsen í heimsmeistaraeinvígi í Dubai í nóvember-desember.

Nepo gerði jafntefli við Maxime Vachier-Lagrave. Á sama tíma tapaði Anish Giri fyrir Alexander Grischuk. Þar með er munurinn á þeim einn vinningur og þar sem innbyrðis úrslit gilda séu menn jafnir getur Giri ekki náði Nepo sem vann hann 1½-½.

Staðan

Lokaumferðin fer fram á morgun.

Margar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Hér eru þær helstu.

  • FIDE (opinbera útsendingin)
  • Chess24 (Magnús Carlsen meðal lýsenda)
  • Chess.com (Anand og fleiri)
- Auglýsing -