Það gekk vel hjá íslensku keppendunum á tvöfalda deginum á HM ungmenna (u20) í gær. Vignir Vatnar Stefánsson (2471) hefur 2½ vinning að loknum þremur umferðum en Birkir Ísak Jóhannsson (2165) hefur 1½ vinning
Vignir vann eistneska FIDE-meistarann Kirill Chukavin (2384) í fyrri skák dagsins en gerði jafntelfi við hinn kunna rússneska stórmeistara Andrey Esipenko (2668), sem er stigahæstur keppenda á mótinu, í þeirri síðari.
Birkir Ísak tapaði fyrr aserska stórmeistaranum Mahammad Muradli (2550) í fyrri skákinni vann ítalska FIDE-meistarann Joshuaede Cappelletto (2337).
Fjórða umferð fer fram í dag og hefst útsending kl. 13:45. Félagarnir tefla báðir við FIDE-meistara í dag.
Alls taka 118 skákmenn frá 58 löndum þátt. Þar af 13 stórmeistarar. Vignir er nr. 24 í stigaröð keppenda en Birkir er nr. 91. Mótið fer fram 12.-22. október.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13:30)














