Opna Íslandsmót kvenna í skák, sem jafnframt er alþjóðlegt skákmót, hófst í dag á Reykjavík Natura. Mótið er einn sérviðburða skákhátíðarinnar sem fram fer í tilefni 50 ára afmælis einvígis aldarinnar.
Tólf skákkonur taka þátt, 6 íslenskar og jafnmargar erlendar, og er mótið fyrsta alþjóðlega kvennamótið á Íslandi í 19 ár.
Heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák, Wesley So, lék fyrsta leiknum og mótið fór af stað!
Úrslit í 1.umferðinni urðu meira og minna eftir bókinni þar sem stigahærri keppandinn vann sína skák.
Anastasia Nazarova (2188) frá Finnlandi er stigahæsti keppandinn. Hún klossmátaði löndu sína, Helja Lehtinen (1888) í snaggarlegri skák á efsta borði.
Á öðru borði var norskur slagur þar sem Olga Dolzhikova (2120) lagði stallsystur sína Sylvíu Johnsen (1861) frá Noregi í norskum slag. Þessi texti var fenginn með innblæstri úr gömlum Radíusbræðra skets
Olga náði að þvinga fram veikleika í svörtu kóngsstöðunni sem varð úrslitavaldur í þessari skák.
Liss Acevdeo Mendez (1767) fékk þriðju stigahæstu stúlku mótsins, Oksönu Kryger (2107). Liss beitti hinu trausta London byrjanakerfi sem hún eins og margir hefur verið að byggja upp. Oksana hafði eilítið betra tafl þegar sverðin voru slíðruð.
Lenka Ptacnikova (2055) er stigahæst íslensku stelpnanna og hún hafði hvítt á fjórða borði gegn Iðunni Helgadóttur (1538). Lenka tefldi strategískt upp á að halda biskupi svarts föngnum á a7 og braust svo í gegn með taktík. Góð skák hjá Lenku.
Guðrún Fanney Briem (1515) náði tvímælalaust í úrslit dagsins þegar hún hélt jöfnu gegn Alenu Ayzenberg (2002) frá Noregi. Guðrún tefldi traust London-kerfi og hafði betri miðtafl með biskupaparið í sínum höndum og aðeins meira rými. Sú norska náði spilunum þó nokkuð á sína hönd en náði ekki að búa til neina vinningssénsa og Guðrún hélt endataflinu með glæsibrag.
Mynd frá Lennart Ootes á Instagram: Lennart Ootes ♟️Chess Photos on Instagram: “Gudrun Fanney Briem at the Icelandic Women Open Championship in Reykjavik . . . #chess #chessboard #chessplayer #chessgame #chessmoves…”
Jóhanna Björg (1964) hafði svo betur gegn Katrínu Maríu (0) sem lét taugarnar trufla sig í frumrauninni á Íslandsmóti kvenna en hún kemur sterkari til baka enda verið í mikilli framför.
Í 2. umferð mætast Nazarova og Lenka á efsta borði og Jóhanna Björg fær hvítt á Olgu Dolzhikovu. Guðrún Fanney og Liss fá andstæðinga hvors annars úr fyrstu umferðinni.














