Vignir að tafli í Uppsölum. Mynd; Heimasíða mótsins.

Sjöunda umferð á alþjóðlega unglingamótinu sem fram fer í Uppsölum í Svíþjóð fór fram í gær Fjórir íslenskir ungir skáksnillingar taka þátt.

Vignir Vatnar Stefánsson (2471) hefur 4½ vinning, vann félaga sinn Benedikt Briem (2208) í sjöundu umferð í gær. Stephan Briem (2083) og Alexander Oliver Mai (2183) unnu einnig sínar skákir.

Vignir hefur 4½ vinning en allir hinir hafa 3½ vinning. Tvær síðustu umferðirnar fara fram í dag. Umferðir dagsins fara fram kl. 9 og 15.

Vignir gerði sér lítið fyrir og vann hraðskákmót Uppsala-skákhátíðarinnar í fyrradag.

Lokastaða hraðskákmótsins

 

- Auglýsing -