Björgvin Víglundsson hefur titil að verja.

Íslenska sveitin gerði gott jafntefli gegn sterkri þýskri sveit í 6. umferð EM öldungasveita sem fram fór í gær í Dresden. Í sveitinni tefldu eingöngu FIDE-meistarar sem voru stigahærri á öllum borðum.

Björgvin Víglundsson vann og sigurganga Jóns Kristinssonar var stöðvuð! Jón hefur engu að síður 5½ vinning af 6 mögulegum.

 

Íslenska sveitin hefur 7 stig af 12 mögulegum og er í 15. sæti. Sveitin er einmitt sú 15. stigahæsta á stigum.

Sjöunda umferð fer fram í dag. Þá teflir íslenska liðið við lið Sviss.

Alls eru tefldar níu umferðir.

- Auglýsing -