Vignir og Hjörvar eiga mikilvægar skákir í dag.

Heldur betur mikilvæg umferð í dag. Þá mætast okkar stigahæstu menn mikið innbyrðis. Stórmeistarnir mætast innbyrðis í þremur viðureignum!

Leiðtoginn, Henrik teflir við Hannes Hlífar, Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og Hjörvar og Guðmundur mætast og að lokum mætast sá elsti og yngsti í hópi stórmeistaranna sem taka þátt, Jóhann og Vignir.

Umferðin hefst kl. 15 á Ásvölluum.

Í umferð dagsins mætast (vinningar í sviga):

  1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (1) – GM Henrik Danielsen (2)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (1) – GM Guðmundur Kjartansson (1½)
  3. GM Jóhann Hjartarson (1) – GM Vignir Vatnar Stefánsson (1)
  4. Jóhann Ingvason (½) – Lenka Ptácníková (1½)
  5. IM Hilmir Freyr Heimsson (1) – IM Dagur Ragnarsson (½)
  6.  GM Bragi Þorfinnsson (½) – FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (½)

Keppendalistinn er sem hér segir (skákstig og íslandsmeistaratitlar í opnum flokki í sviga)

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2539-2) – stórmeistari
  2. Hannes Hlífar Stefánsson (2521-13) – stórmeistari
  3. Henrik Danielsen (2501-1) – stórmeistari
  4. Vignir Vatnar Stefánsson (2470-0) – stórmeistari
  5. Jóhann Hjartarson (2466-6) – stórmeistari
  6. Bragi Þorfinnsson (2431-0) – stórmeistari
  7. Guðmundur Kjartansson (2402-3) – stórmeistari
  8. Hilmir Freyr Heimisson (2353-0) – alþjóðlegur meistari
  9. Dagur Ragnarsson (2346-0) – alþjóðlegur meistari
  10. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338-0) – FIDE-meistari
  11. Lenka Ptácníková (2099-0) – stórmeistari kvenna
  12. Jóhann Ingvason (2076-0)

Glæsileg umgjörð verður á mótinu. Allir skákirnar í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón okkar færustu lýsenda.

Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 15:15.

Styrktaraðilar mótsins eru

  • Hafnarfjarðarkaupstaður
  • Algalíf
  • Teva
  • Lengjan
  • Guðmundur Arason
  • MótX

Tenglar

- Auglýsing -