Verðlaunahafarnir í fyrra.

Íslandsmót kvenna í hraðskák, fer fram fer miðvikudaginn, 27. desember í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, og hefst kl. 17:30. Skákkonur eru hvattar til að fjölmenna á þetta þriðja Íslandsmót kvenna i hraðskák!

Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 4+2.

Verðlaun eru sem hér segir:

  1. 15.000
  2. 10.000
  3.   5.000

Unglingaverðlaun

Þrenn bókaverðlaun, eða skákmyndbönd að verðmæti 5.000 hvert.

Engin þátttökugjöld.

- Auglýsing -