Strákarnir í íslenska liðið á EM 50+ unnu í dag sterkan 3-1 sigur gegn sveit Slóvaka. Á sama tíma unnu Englendingar Ítali þannig að toppuppgjör bíður okkar manna gegn Englendingum í sjöundu umferðinni!

Jóhanni setti tóninn með því gjörsamlega að valta yfir stórmeistarann Martin Mrva (2365) í kóngsindverjanum. Slóvakinn fórnaði peði en fékk það „allt í andlitið“ eftir hvern kraftaleikinn á eftir öðrum frá Jóhanni.

Margeir kláraði sinn andstæðing með einföldu trikki. Siðasti leikur hans 25…Dc7!? var lúmskur.

26.Hbf1?? reyndist ekki góður og Margeir refsaði um hæl með 26…e4! og vann lið.

Þröstur ruggaði ekkert bátnum í sinni skák og öruggt jafntefli þar.

Andstæðingur Ágústs Sindra skipti snemma upp á drottningum og náði aldrei að setja neina pressu á svörtu stöðuna, öruggt jafntefli.

Fínn sigur og gefur vonandi góðan meðbyr fyrir næstu umferð.

Staðan:

Ísland nú einir í 2. sæti eftir að Englendingar lögðu Ítali að velli. Grunnurinn að þeim sigri voru hálfgerð byrjendamistök hjá GM Lexy Ortega með svörtu gegn Keith Arkell.

9…De7? 10.Rxd5! og hvítur hefur yfirburðatafl peði yfir.

Ísland mætir Englendingum í næstu umferð og ljóst að sigur í þeirri viðureign myndi færa liðinu toppsætið!

Lið Englendinga:

Englendingarnir eru jafnir og góðir, allt reyndir stórmeistarar og tapa ekki mikið af skákum. Ísland þarf góðan dag til að leggja þessa kappa að velli.

Tefldar eru 9 umferðir á mótinu og er íslenska liðið nokkuð þétt, skipað þremur stórmeisturum og númer 3 í styrkleikaröðinni.

Lið Íslands skipa:

  1. GM Jóhann Hjartarson (2453)
  2. GM Margeir Pétursson (2407)
  3. GM Þröstur Þórhallsson (2383)
  4. IM Björgvin Jónsson (2314)
  5. FM Ágúst Sindri Karlsson (2228)

Liðsstjóri er Jón Gunnar Jónsson.

- Auglýsing -