
Þrír keppendur tryggðu sig áfram í 8-manna úrslit á Síminn Invitational síðastliðið sunnudagskvöld. Þrjár rimmur í 16-manna úrslitum fóru fram og má segja að aðeins eitt einvígið hafi boðið upp á spennu.
Fyrsta einvígið á dagskránni og jafnframt mest spennandi einvígið var á milli Björns Þorfinnssonar og Aleksandr Domalchuk-Jonassonar. Þarna mættust tveir alþjóðlegir meistarar með mjög mismunandi skákstíl.
Aleksandr vann fyrstu skákina þar sem hann pressaði með betra tími lengst af. Björn fékk þó dauðafæri:
Hér lék Björn 43.Kxf4?? sem tapaði eftir 43…He8. Hér hefði 43.Kf3! snúið taflinu við!
Björn var við það að jafna í skák númer tvö.
Björn valdi hér 45…Hxg5+? og tók biskupinn. 45…Hb3+ var hinsvegar í boði og auðunnið. Eftir 46.Kh3 Hxf5 46.Kg4 Hf6 47.f5 var hrókurinn allt í einu lokaður inni og keppendur þráléku!
Björn jafnaði metin í þriðju skákinni og leikar jafnir 1,5-1,5 í hálfleik. Björn vann þrátt fyrir ótrúlegt hvatvísis augnablik
Björn var að skáka á d6 og bjóst við 20…Dxd6 og þá 21.Hc8+ en Aleksandr lék 20…Kd7 en þá kom 21.Hc8?? samstundis á borðið og hafði Björn pre-movað leiknum eins og það er kallað. Björn náði að vinna taflið þrátt fyrir þetta!
Aleksandr náði að vinna fjórðu skákina og kláraði svo dæmið. Niðurstaðan 4-2 Aleksandr í vil.
Skákirnar (velja þarf í stikunni):
Stórmeistaraslagur Hannesar Hlífars og Helga Áss olli ákveðnum vonbrigðum. Flestir áttu von á mikilli spennu og baráttu en stríðsgæfan og formið var allt Hannesar megin og 4-0 sigur vægast sagt óvæntur!
Skákirnar (velja þarf í stikunni):
Lokaviðureign kvöldsins var svo á milli landsliðskonunnar Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur, Íslandsmeistara kvenna í hraðskák, og stórmeistarans Braga Þorfinnssonar. Bragi sýndi að hann er reynslumeiri í slíkum einvígjum og var öryggið uppmálað og náði sér í 4-0 sigur.
Skákirnar (velja þarf í stikunni):
Útsending mótsins:
„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:

16-manna úrslit klárast svo 9. febrúar og svo halda 8-manna úrslit áfram í byrjun mars og mótinu lýkur loks með úrslitum 6. apríl.
19. janúar
- Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
- Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4
26. janúar
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0 – 4
- Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0 – 4
- Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 2 – 4
9. febrúar
- Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson
- Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson
- Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson
Tefld verða sex skáka einvígi í 16 manna úrslitum. Bráðabanaskákir ef jafnt er.


















