Alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarsson hefur verið einstaklega farsæll þegar kemur að því að sanka að sér verðlaunum á mótaröð VignirVatnar.is og Snooker og pool-stofunnar. Febrúar-mótið í þessari skemmtilegu mótaröð var engin undantekning á því!

Mótið var haldið laugardaginn 22. febrúar klukkan 18:00 og tefldar voru 9 umferðir með tímamörkunum 3+2. Enn og aftur voru glæsileg verðlaun í boði Snooker- og pool-stofunnar, alls voru heildarverðlaun 150.000 kr!

Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú efstu sætin sem endanær auk þess sem aukaverðlaun voru veitt í flokkunum:

  • U-2000 ELO 

  • U-1800 ELO

  • Stigalaus

30 manns mættu til leiks og enduðu leikar þannig að Vignir Vatnar varð hlutskarpastur í eigin móti enn og aftur. Vignir hlaut 8,5 vinning og missti aðeins niður eitt jafntefli og það var gegn Arnari Milutin Heiðarssyni sem var svo æstu í að tefla að hann kom beint af Keflavíkurflugvelli og missti af þremur fyrstu umferðunum, gaf þá vinninga, en náði samt að tefla við Vigni í lokaumferðinni og taka af honum eina jafnteflið!

Vignir og Arnar á góðri stundu!

Verðlaun stigalausra komu í hlut Ívans Guðjóns Baldurssonar sem hlaut 4,5 vinning, sérdeilis prýðilegur árangur þar á ferð! Ívan ætti að hljóta ágætis hraðskákstig fyrir þennan árangur!

Bestur í U1800 reyndist Arnar Ingi Njarðarson, einn aktífasti skákmaður landsins þegar kemur að at- og hraðskákum!

Arnar Ingi Njarðarson. Mynd: Morgunblaðið.

Annar sem er duglegur að tefla tók U2000 verðlaunin en það var Kristján Örn Elíasson með sérdeilis prýðilegri frammistöðu!

Aðalverðlaun utan Vignis fóru svo:

3. verðlaun hlaut Ólafur B. Þórsson

2. verðlaun hlaut Aleksandr Domalchuk-Jonasson

  1. verðlaun hlaut Dagur Ragnarsson

Mótshald gekk vel hjá VignirVatnar.is, Ingvar Þór sá um skákstjórn og Snooker og Poolstofan fær þakkir fyrir aðstöðu, sérdeilis prýðilega gestrisni og frábær verðlaun!

Sjáumst aftur í mars!

- Auglýsing -