Dagana 17.–21. nóvember næstkomandi verður haldið ECU-þjálfaranámskeið á Íslandi. Námskeiðið er sameiginlegt verkefni Evrópska Skáksambandsins (ECU), Skáksambands Íslands og Þjálfaranefndar ECU (ETC).
Kennslan fer fram fyrstu fjögur kvöldin í húsnæði SÍ (Faxafeni 12, Reykjavík) og jafnframt á netinu, í gegnum Zoom. Síðasta daginn fer kennsla eingöngu fram á netinu. Allar kennslustundir eru haldnar á kvöldin kl. 19:00–22:00.
Aðalfyrirlesari námskeiðsins er stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson. Honum til halds og trausts verður annaðhvort stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Ivan Sokolov eða stórmeistarinn Efstratios Grivas. Báðir búa yfir hæstu þjálfaragráðu frá FIDE og ECU.
Hér að neðan er að finna þrjú skjöl:
Skráning og ferilskrá (á ensku) skal senda fyrir 15. nóvember á netföngin:
📧 gummikja@gmail.com
📧 grivasefs@yahoo.co.uk
Námskeiðsgjald er 14.500 kr. og skal greiða inn á reikning Skáksambands Íslands fyrir upphaf námskeiðsins:
- 
Rn: 101-26-12763
 - 
kt: 58029-5409
 
Að námskeiði og prófi loknu eru veittir eftirfarandi titlar:
- 
Expert Coach (43.500 kr.)
 - 
Junior Coach (29.000 kr.)
 - 
Novice Coach (29.000 kr.)
 
Greiðslur fyrir titlana skulu einnig fara inn á reikning SÍ. Stórmeistarar greiða ekki fyrir titilinn. Athugið að mæting á námskeiðið, hvort sem er á staðnum eða á netinu, skal vera að lágmarki 80%.
Þátttakendur eru hvattir til að sækja um styrk hjá sínu stéttarfélagi. Gott er að skrá sig tímanlega þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er 30!
Allar mikilvægar upplýsingar er að finna (á ensku) í skjalinu sem er tengill á hér að ofan. Einnig má senda Guðmundi fyrirspurnir á netfangið:
📧 gummikja@gmail.com
			
		








