Sjötta umferð Heimsmótsins í netskák fer fram sunnudaginn 8. september og hefst kl. 17:30 en þá mætum við liði Rússlands.
Lið Frakklands er óþekkt stærð. Þeir unnu sig upp úr 2. deild í fyrra og hafa verið með frekar stigalágt lið í sumar. Þeir hafa verið að tefla á +30 borðum í sumar en ómögulegt er að áætla borðafjölda í þessari viðureign þar sem þeir hafa átt erfitt um vik vegna sumarleyfa í Frakklandi. Það má því allt eins gera ráð fyrir fjölmennara liði frá þeim í þetta skiptið.

Ísland er sem stendur í 3. sæti í deildinni en það gæti auðveldlega breyst þar sem margar lykilviðureignir eru enn ótefldar. Rússland og Úkraína mætast t.d. í lokaumferðinni þann 15. sept.
Við eigum tvær umferðir ótefldar.
- 8. september – Frakkland
- 15. september – Slóvakía
SKRÁNING
Skráning er ekki skilyrði fyrir þátttöku, en æskilegt væri ef keppendur færu hér – https://www.facebook.com/events/692915991189685/ – og merktu við “mæti”. Það auðveldar skipuleggjendum að tryggja að við séum með eins sterkt og fjölmennt lið og mögulegt er.
DAGSKRÁIN Á SUNNUDAGINN
- 17:30 Leifturskák – https://www.chess.com/live#tm=4305
- 17:50 Hraðskák – https://www.chess.com/live#tm=4306
- 18:30 Slembiskák – https://www.chess.com/live#tm=4307
BEINAR ÚTSENDINGAR

Chess.com leggur áherslu á að allar viðureignir mótsins verði sendar út í beinni útsendingu. FM Ingvar Þór Jóhannesson mun sjónvarpa viðureignum liðsins á Twitch rásinni twitch.tv/zibbit64 í samstarfi við Chess.com. Fögnum við því mjög, enda fer þar maður með gríðarlega reynslu af slíkum útsendingum. Gott væri að allir færu á slóðina að ofan og smelltu á “follow”.
NÝLIÐAR VELKOMNIR!
Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. Allir geta tekið þátt!
https://www.chess.com/club/team-iceland
VERÐLAUN
Chess.com leggur til verðlaun í formi demants áskrifta ( efstu þrjú lið í 1. deild). Þeir sem taka oftast þátt eiga því ágæta möguleika á að vinna til verðlauna.
TENGLAR
- Facebook síða Team Iceland
- Allar viðureignir Team Iceland
- Pörun, staða og úrslit
- Síða LCWL hjá Chess.com – Þar verða fréttir og upplýsingar um keppnina
- Beinar útsendingar – FM Ingvar Þór Jóhannesson verður með beinar útsendingar frá viðureignum Íslands!