Nethraðskákmót taflfélaga – 1. umferð

    0
    422
    Hvenær:
    18. apríl, 2020 @ 13:00
    2020-04-18T13:00:00+00:00
    2020-04-18T13:15:00+00:00
    Hvar:
    Lichess.org
    Tengiliður:
    Tómas Veigar Sigurðarson
    6621455
    Nethraðskákmót taflfélaga - 1. umferð @ Lichess.org

    Laugardaginn 17. apríl hefst Nethraðskákmót Taflfélaga.

    Tengill á 1. umferð: https://lichess.org/tournament/AczQ0y6z

    Skáksamband Íslands stendur fyrir Nethraðskákmóti Taflfélaga sem fer fram á vefsíðunni Lichess.org. Mótið verður haldið með svokölluðu „Team Battle“ fyrirkomulagi, sem er nýstárleg útfærsla á liðakeppnum.

    Í stuttu máli er fyrirkomulagið þannig að hvert félag stofnar hóp fyrir sitt lið á Lichess. Æskilegt er að nafn félagsins sé eins á Lichess og í raunheimum. Því næst skrá lið sig til leiks með skráningarforminu hér að neðan. Liðssjórar auglýsa félagið á Lichess fyrir sínum félagsmönnum og sjá sjálfir um að samþykkja þá inn í sína hópa. Keppendur þurfa að tefla undir nafni og þurfa því að skrá rétt nafn í prófílinn sinn á Lichess.

    Mótin sjálf fara þannig fram að mótshaldarar stofna mót á Lichess og opna á að öll skráð lið geti tekið þátt. Tengill á hvert mót verður birtur á skak.is og í Íslenskir skákmenn á Facebook skömmu fyrir mót, en kerfið leyfir ekki að mót séu stofnuð lang fram í tímann. Hver umferð er 120 mínútur og verður teflt með „Arena“ fyrirkomulagi með tímamörkunum 3+2.

    Úrslit ráðast þannig að vinningar 6 hæstu í hverju félagi gilda sem heildar vinningafjöldi félagsins. Það þýðir að fjöldi keppenda pr. félag verður ekki takmarkaður með nokkrum hætti og er þvi ekkert þvi til fyrirstöðu að eitt félag mæti með 50 keppendur, en annað 10. Kerfið parar keppendur sjálfkrafa en það parar liðsmenn félaga ekki saman, heldur tefla menn eingöngu við liðsmenn annarra félaga.

    • Fimmtudaginn 16. apríl kl. 19:30 fer fram æfingarmót, sem er ætlað að hjálpa okkur öllum að skilja betur hvernig þetta nýja kerfi virkar og eftir atvikum útfæra reglur mótsins.
    • Laugardaginn 18. apríl kl. 13 – 15 fer fyrsta mótið fram. Úrslitin úr fyrsta mótinu munu ráða uppstillingu félaga í deildir, en vikuna á eftir verður teflt í amk tveimur 6 liða deildum, eða jafnvel fleiri ef þarf. Efstu 6 liðin munu tefla í 1. deild, næstu 6 í 2. deild o.s.frv..
    - Auglýsing -