Skákþing Akureyrar 2026

    0
    37
    Hvenær:
    22. janúar, 2026 @ 19:00 – 23:00
    2026-01-22T19:00:00-01:00
    2026-01-22T23:00:00-01:00
    Hvar:
    Skákfélag Akureyrar
    Íþróttahöllin á Akureyri
    Skólastígur 10-16, 600 Akureyri
    Ísland
    Tengiliður:
    Skákfélag Akureyrar
    8970855
    Skákþing Akureyrar 2026 @ Skákfélag Akureyrar | Akureyri | Akureyrarbær | Ísland

    Skákþing Akureyrar var fyrst haldið árið 1938 og svo á hverju ári eftir það. Nú efnum við til þessa móts í 89. skipti. Að venju er teflt um titilinn „Skákmeistari Akureyrar“. Núverandi meistari er Markús Orri Óskarsson. Oftast hefur Júlíus Bogason hreppt titilinn, eða alls 19 sinnum, en hann varð síðast meistari 1975. Næstur honum kemur Gylfi Þórhallsson með 12 titla. Af núlifandi mönnum á Rúnar Sigurpálsson metið, með sjö titla.

    Fyrirkomulagið í þetta sinn gæti ráðist af fjölda þátttakenda, en að líkindum munum við tefla sjö umferða mót með röðun skv. svissneska kerfinu. Þá yrði dagskráin sem hér segir:

    1. umferð sunnudaginn 11. janúar kl. 13.00
    2. umferð sunnudaginn 18. janúar kl. 13.00
    3. umferð fimmtudaginn 22. janúar kl. 18.30
    4. umferð sunnudaginn 25. janúar kl. 13.00
    5. umferð fimmtudaginn 29. janúar kl. 18.30
    6. umferð sunnudaginn 1. febrúar kl. 13.00
    7. umferð sunnudaginn 8. febrúar kl. 13.00

    Þetta er birt með fyrirvara um að einhverjar breytingar kunni að eiga sér stað þegar keppendalistiunn liggur fyrir.  Upphafsdagurinn 11. janúar er hinsvegar fastur og áhugasamir keppendur eru hvattir til að skrá sig hjá formanninum í askellorn115@gmail.com.

    Síðar verður teflt um Akureyrarmeistaratitilinn í yngri flokkum (f. 2010 og yngri) en yngri iðkendur eru engu að síður hvattir til að taka þátt í skákþinginu nú.

    - Auglýsing -