Mótaáætlun

sep
5
Lau
2020
Meistaramót Skákskóla Íslands
sep 5 @ 12:00 – sep 6 @ 16:00
Meistaramót Skákskóla Íslands @ Viðey | Ísland

Meistaramót Skákskóla Íslands 2020 fer fram í Viðey, 5. og 6. september nk. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri.

Keppnisskilmálar og skipulag:

*Þátttökurétt hafa öll börn og unglingar fædd 2005 og síðar. Keppt er í einum flokki. *Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu – Chess-results.  

*Keppnisdagar eru tveir, 5. september og 6. september.

*Tímamörk eru 15 10.

*Eftir fyrstu fimm  umferðirnar verður NIÐURSKURÐUR.

*Til þess að komast í gegnum niðurskurðinn þurfa keppendur að hljóta 2½ vinning eða meira. Þeir sem ekki ná þeirri vinningatölu hætta keppni – Hinir halda áfram.

*Lagt er að stað kl. 11:15 frá Skarfabakka. Mæting kl. 11

Keppt um sæti á EM ungmenna í netskák:

Á þessu móti verður keppt um sex sæti á EM ungmenna í netskák sem fram fer dagana 18. – 20. september nk.

Keppt er um:

  • Tvö sæti í Opnum flokki u 14 ára
  • Tvö sæti í Opnum flokki u 12 ára.
  • Tvö sæti í Stúlknaflokki u 14 ára.
  • Tvö sæti í Stúlknaflokki u 12 ára.

Sá stigahæsti (virk FIDE-kappskákstig) fær beinan keppnisrétt á EM.

Upplýsingar um Evrópumótið má sjá hér.

Dagskrá Meistaramóts Skákskóla Íslands mótsins verður með eftirfarandi hætti: 

Fyrri keppnisdagur:

  1. umferð. Laugardagur 5. september kl. 12. – 12. 45.
  2. umferð: Laugardagur 5. september kl. 13 – 13.45.12.15 – 12.45.
  3. umferð: Laugardagur 5. september kl. 14 – 14.45.
  4. umferð: Laugardagur 5. septemberkl. 15 – 15.45.
  5. umferð: laugardagur 5. september kl. 16.- 16.45.

Seinni keppnisdagur:

  1. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 12. -12.45.
  2. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 13. – 13.45
  3. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 14. – 14.45.
  4. umferð: Sunnudagur 6. september kl. 15 – 15.45. 

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskrá.

Skráning

Skráningarfrestur er til kl. 20 á fimmtudagskvöldið. 

Skráning fer fram á gula kassanum á skak.is.

Verðlaun:

  1. verðlaun: ferðavinningur að verðmæti kr. 50 þús.
  2. verðlaun: ferðavinningur kr. 40 þús.

Besti árangur stúlkna ferðavinningur að verðmæti kr. 40 þús.

Verðlaun keppenda sem eru undir 1200 elo-stig eða stigalausir:

  1. verðlaun: Ferðavinningur kr. 40 þús.
  2. verðlaun: Vönduð skákbók og landsliðstreyja HENSON.
  3. verðlaun: Landsliðstreyja HENSON.

Mótsstig úrskurða verði keppendur jafnir að vinningum í báðum flokkum 

Mótið er haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands, Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Breiðabliks.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

Nánar um mótið:

  • Það er frítt í bátinn fyrir þátttakendur í mótinu.
  • Það eru vinsamleg tilmæli til foreldra og forráðamanna, sem sem vilja fylgja börnum sínum  í bátinn, að vera með andlitsgrímu á ferðinni yfir sem tekur um 5 mínútur. Samkvæmt reglugerð, sem ferjuaðilinn Elding fylgir, er það þó ekki skylda.
  • Mótið fer fram á efri hæð í Viðeyjarstofu. *
  • Foreldrum og forráðmönnum er ekki heimill aðgangur að skáksal á efri hæðinni.
  • Það er góð aðstaða á neðri hæðinni. Allar venjulegar varúðarreglur vegna Covid í gildi þar.
  • Hægt er að kaupa veitingar í Viðeyjarstofu.
  • Þátttakendum í mótinu er heimilt að taka með sér nesti.
sep
18
Fös
2020
EM ungmenna í netskák (u12-u18)
sep 18 @ 13:00 – sep 20 @ 18:00
EM ungmenna í netskák (u12-u18) @ Skákskóli Íslands | Reykjavík | Ísland

Skáksamband Íslands í samvinnu við Skákskóla Íslands hefur ákveðið að taka þátt í EM ungmenna í netskák sem fram fer á 18.-20. september nk.

Teflt er í fjórum aldursflokkum, u12, u14, u16 og u18 í opnum flokki og í stelpuflokki – alls átta flokkum. Hver þjóð getur sent 3 keppendur í hvern flokk – alls 24 keppendur.

Í flokkum u12-u14 mun árangur á Meistaramóti Skákskólans gefa tvö sæti í hvern flokk.

Að öðru leyti verða til hliðsjónar notast við kappskákstig 1. september auk þess sem tekið verður tillit til árangurs á þá nýloknum áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem lýkur 30. ágúst.

Íslensku keppendurnir munu tefla í húsakynnum Skákskóla Íslands.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér: https://www.europechess.org/european-online-youth-individual-team-chess-championships-2020-regulations/

okt
17
Lau
2020
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
okt 17 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

okt
24
Lau
2020
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
okt 24 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

okt
26
Mán
2020
Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbæjar
okt 26 @ 13:15 – 15:30
Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbæjar @ Hlöðunni | Reykjavík | Ísland

Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbæjar

Hlöðunni Gufunesbæ

mánudaginn 26. okt . kl. 13:15 – 15:30

Nánari upplýsingar síðar.

okt
29
Fim
2020
Skákbúðir SÍ
okt 29 – nóv 1 allan daginn
okt
31
Lau
2020
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
okt 31 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

nóv
7
Lau
2020
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
nóv 7 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

nóv
14
Lau
2020
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
nóv 14 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

nóv
21
Lau
2020
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
nóv 21 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

nóv
28
Lau
2020
Íslandsmót ungmenna (u8-u15)
nóv 28 @ 11:00 – nóv 29 @ 16:30
Íslandsmót ungmenna (u8-u15) @ Skákhöllin, | Reykjavík | Ísland

Íslandsmót ungmenna (u8-u15)* fer fram helgina 28. nóvember og 29. nóvember í skákmiðstöðinni við Faxafen 12. Teflt verður í Taflfélagi Reykjavíkur og ef með þarf verður einnig teflt í húsnæði Skákskólans.

Ef keppendafjöldi í einhverjum flokki fer yfir fjöldatakmarkanir verður flokknum skipt í tvennt, teflt í sitthvoru rýminu á sama tíma og svo teflt til úrslita. Ef til þess kemur verður það fyrirkomulag kynnt fimmtudaginn 26. nóvember.

Yngri flokkarnir (u8 og u10) fara fram laugardaginn 28. nóvember. Eldri flokkarnir (u12, u14 og u15) fara fram á sunnudeginum. Teflt er í fimm aldursflokkum. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm.

Vegna sóttvarnarregla gildir “skutlað og sótt”. Ekki er hægt að fylgja börnunum inn. Vel verður tekið á móti krökkunum í yngri flokkunum í anddyri af hálfu mótshaldara. Forráðamenn eru jafnframt beðnir um að nesta krakkana en ekki verður boðið upp á neinar veitingar á skákstað.

TÍMASETNINGAR

Laugardagurinn, 28. nóvember

Kl, 11:00 – 13:00 Íslandsmót ungmenna u8

Kl. 14:00 – 16:00 Íslandsmót ungmenna u10

Sunnudagurinn, 29. nóvember

Kl, 11:00 – 13:30 Íslandsmót ungmenna u12

Kl. 14:00 – 16:30 Íslandsmót ungmenna u14 og u15*

Afar góð verðlaun verða í boði. Allir Íslandsmeistararnir tíu fá frí þátttökugjöld á Kviku Reykjavíkurskákmótið og veglega eignarbikara.

FLOKKAR

8 ára og yngri (f. 2012 og síðar)

Tefldar verða 7 umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

9-10 ára (f. 2010-11)

Tefldar verða 8 umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

11–12 ára (f. 2008-09)

Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 2.

13–14 ára (f. 2006 og 2007)

Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 5.

15 ára (f. 2005)*

Vegna samkomutakmarkanna verður elsti flokkurinn aðeins fyrir 15 ára og yngri í ár. Að öllum líkindum verður flokkurinn sameinaður flokki 13-14 ára.

SKRÁNING OG GREIÐSLA ÞÁTTTÖKUGJALDA

Skráning fyrir alla flokka fer fram á www.skak.is (guli kassinn til hægri).

Athugið fyrri skráning á mótið á Akureyri gildir ekki – það þarf endurskráningu.

Skráningarfrestur í mótið er til miðnættis á miðvikudeginum 25. nóvember.

Þátttökugjald er krónur 1.500 og skal leggja inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409. Systkini borga aldrei meira en 2.500 kr. samtals. Vinsamlegast sendið kvittun á skaksamband@skaksamband.is og setjið í skýringu fyrir hvaða barn/ungling er um að ræða.

VERÐLAUN

Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir og efstir í elstu flokkunum þremur verður teflt einvígi/aukakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Einvígið/aukakeppnin fer fram strax að loknu móti. Gildir um bæði kyn. Um önnur sæti gilda oddastig**. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í yngstu flokkunum tveimur gilda oddastig**

Verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni í hverjum flokki.

Þrír efstu í öllum flokkum fá verðlaunabikar.

Allir Íslandsmeistararnir fá frí þátttökugjöld á Kviku Reykjavíkurskákmótið 2021.

Happdrætti verður í lok hvers flokk þar sem dregið verða út vegleg verðlaun frá Heimilistækjum og Tölvulistanum.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskák- eða hraðskákstiga eftir því sem við á.

* Vegna aðstæðna verður flokkurinn að þessu sinni u15 – ekki u16.

**Nánar um oddastig

Allir við alla: 1. Sonneborn-Berger, 2. Innbyrðis úrslit, 3. Fjöldi sigra 4. Hlutkesti

Opnir flokkar: 1. Buchols (-1), 2. Buchols, 4. Sonneborn-Berger 4. Innbyrðis úrslit 5. Hlutkesti

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
nóv 28 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

des
4
Fös
2020
FRESTAÐ: Unglingameistaramót Íslands (u22) / Meistaramót Skákskólans
des 4 – des 6 allan daginn
FRESTAÐ: Unglingameistaramót Íslands (u22) / Meistaramót Skákskólans

Íslandsmót barna- og unglingasveita fer ekki fram á laugardaginn, 5. desember, eins og vonast hafði verið eftir.

Einnig er mótshald Unglingameistaramóts Íslands (u22) / Meistaramóts Skákskóla Íslands óljóst en vonir höfðu verið til þess að hægt væri að halda mótið í desember.

des
5
Lau
2020
FRESTAÐ: Íslandsmót barna- og unglingasveita (u15)
des 5 allan daginn
FRESTAÐ: Íslandsmót barna- og unglingasveita (u15) @ Reykjavík | Reykjavík | Ísland

Íslandsmót barna- og unglingasveita fer ekki fram á laugardaginn, 5. desember, eins og vonast hafði verið eftir.

Einnig er mótshald Unglingameistaramóts Íslands (u22) / Meistaramóts Skákskóla Íslands óljóst en vonir höfðu verið til þess að hægt væri að halda mótið í desember.

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara
des 5 @ 11:00 – 12:00
Netskákmót fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara @ Chess.com

Á laugardaginn klukkan 11:00 fer fram fullt af svæðisbundnum netskákmótum fyrir grunnskólanemendur og einnig er að finna mót fyrir eldri borgara!

Stefnt er á að vera með mót vikulega á laugardögum klukkan 11:00.

Tenglar á mótin eru hér að neðan. Til að geta verið með í hverju móti þarf að skrá sig í hópinn á chess.com fyrir sitt svæði, sjá hópa að neðan, og skrá sig svo í mótið með að ýta á „join“. Hægt er að skrá sig í mótin allt að klukkutíma áður en það hefst.

Kópavogur

Reykjavík

Mosfellsbær

Hafnarfjörður

Garðabær

Eldri borgarar

Ávallt verður hægt að finna upplýsingar um mótin á mótaáætlun SÍ á hægri hluta skak.is.

des
12
Lau
2020
NM stúlkna í netskák 2020
des 12 @ 09:30 – des 13 @ 16:30
NM stúlkna í netskák 2020 @ Lichess

Það er nóg að gera hjá íslenskum ungmennum í netskákinni þessa daga. Um helgina fer fram NM stúlkna í netskák á Lichess-skákþjóninum. Fyrir hönd Íslands taka 6 stúlkur í c-flokki (13). Það eru:

Batel Goitom Haile (galaxystar) 1659
Arna Dögg Kristinsdóttir (adk07) 1407
Iðunn Helgadóttir (idunnhelgad) 1339
Guðrún Fanney Briem (gudrunfanney) 1230
Þórhildur Helgadottir (Thorhildur10) 0
Emilía Embla B Berglindardóttir (Emiliaskak) 0

 

Arna Dögg teflir frá Akureyri en hinar fimm saman úr húsnæði Skákskólans. Mótið fer fram á Lichess.

Hægr að fylgjast með mótinu hér:  https://lichess.org/swiss/ZF6FkrD3

Tefldar eru fimm umferðir með tímamörkunum 60+30. Umferðir fara fram sem sér segir

  1. umferð, laugardaginn, 12. desember kl. 09:30
  2. umferð, laugardaginn, 12. desember, kl. 13:30
  3. umferð, laugardaginn, 12. desember, kl. 17:30
  4. umferð, sunnudaginn, 13. desember, kl. 08:30
  5. umferð, sunnudaginn, 13. desember, kl. 12:30
jan
16
Lau
2021
Íslandsmót barna- og unglingasveita 2020
jan 16 @ 11:00 – 18:00
Íslandsmót barna- og unglingasveita 2020 @ Skákhöllin | Reykjavík | Ísland

Íslandsmót barna- og unglingasveita (taflfélaga) 2020 fer fram laugardaginn 16. janúar 2021 í skákhöllinni í Faxafeni 12. Vegna samkomutakmarkana er skipt í tvo riðla, sem tefldir verða í sitthvoru rýminu, og svo tefla sigursveitir riðlanna til úrslita. Taflmennskan hefst kl. 14.

Mótið er fyrir skákmenn fædda 2005 og síðar.

Tímamörk verða 8+3. Líklega verða 8-9 sveitir í hvorum riðli. Í hverri sveit má hafa einn varamann. Leitast verður við að hafa riðlana sem jafnasta.

Verði góð þátttaka (+16 eða 18 sveitir) er til athugunar að bæta við b-deild sem tefld yrði einnig á laugardeginum en hæfist kl. 11.

Þátttökugjöld eru 6.000 kr. fyrir A lið og 3.000 kr. fyrir hvert lið eftir það. Hámarksgjald fyrir félag er 20.000. kr

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

Reglugerð mótsins – athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að fara eftir þeim að fullu leyti.

Sérreglur vegna mótsins

  • Áhorfendur eru ekki velkomnir á skákstað – skutlað og sótt gildir
  • Einn varamaður leyfður með hverri sveit – og að hámarki einn liðsstjóri með hverju félagi í hverjum riðli. Liðsstjórar séu ávallt fyrir aftan liðsmenn á meðan teflt er.
  • Ef með b-sveitum fleiri en 16-18 sveitir eru skráðar til leiks – verður horft til styrkleika sveita við flokkun í a- og b-deild. Þó njóta b-sveitir ávallt forgangs á c-sveitir, c-sveitir á d-sveitir o.s.frv.
  • Hægt er að óska eftir keppnisrétt í b-deild þótt að lið eigi keppnisrétt í a-deild telji liðsstjórar það henta sínu liði betur.
  • A- og b-sveitir sama félags skulu ávallt vera í sitthvorum riðlinum og sveitum frá sama félagi skal skipt jafnt á milli riðla eins og hægt er.
  • Þar sem ekki er teflt eftir svissneska kerfinu eru oddastig ekki í samræmi við reglugerð*

Skráningarfrestur liða þarf að skila inn eigi síðar en kl. 23:59 miðvikudaginn, 13. janúar. Á fimmtudagsmorguninn, 14. janúar verður gefið út hvaða lið fá keppnisrétt og hvaða lið lenda í a-deild og b-deild.

Endanlegri liðsskipan, sem ekki verður hægt að breyta nema að sýnt sé fram á mjög góðar ástæður, skal skila eigi síðar en kl. 12, föstudaginn, 15. janúar. Í kjölfarið verður birt skipting í riðla.

Verðlaun og oddastig

Í keppninni um gull verða tefldar tvær umferðir. Verði jafnt 4-4 verður teflt til þrautar með tímamörkunum 3+2. Sveitirnar sem lenda í öðru sæti í hvorum riðli fá brons.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar í b-deild

*Oddastig séu sveitir jafnar að vinningum

  1. Stig (match point)
  2. Innbyrðis viðureign
  3. Sonneborn-Berger
  4. Hlutkesti

 

jan
30
Lau
2021
Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur
jan 30 @ 14:00 – 16:00
Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Ísland

Íslandsmót grunnskóla – stúlknaflokkur fer fram í Skákhöllinni, Faxafeni 12, laugardaginn 30. janúar nk. og hefst kl. 14. Þær breytingar hafa verið á keppninni frá undanförnum árum að teflt er á þremur borðum í ár – en ekki fjórum – enda skákkennsla víða verið stopul í skólum vegna Covid.

Allir grunnskólar mega taka þátt!

Teflt verður í þremur flokkum.

Fyrsti og annar bekkur.

Fimm umferðir með tímamörkunum 4+2. 

Þriðji til fimmti bekkur.

Sex umferðir með umhugsunartímanum 6+2. 

Sjötti til tíundi bekkur.

Sex umferðir með umhugsunartímanum 8+2 

Skráning

Skráningafrestur er til 28. janúar kl. 23.59.

Umferðafjöldi getur breyst með tilliti til fjölda þátttökuliða. Keppendur geta teflt upp fyrir sig, þ.e. með eldri sveit síns skóla. Í hverri sveit skulu vera þrjú borð. Varamenn í hverri sveit mega vera tveir.

Efstu þjár sveitir í hverjum riðli fá verðlaun.

Þátttökugjald á sveit: 7.500 kr. Hámark 15.000 kr. á skóla. Frítt fyrir sveitir af landsbyggðinni.

mar
1
Mán
2021
Suðurlandsmót grunnskóla í skák 2021
mar 1 @ 09:30 – 11:30
Suðurlandsmót grunnskóla í skák 2021 @ Félagsheimili Hrunamanna | Flúðir | Ísland

Suðurlandsmót grunnskóla í skák fer fram mánudaginn, 1. mars nk. Mótið er sveitakeppni fyrir grunnskóla á Suðurlandi. Teflt verður í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.

Teflt er í tveimur flokkum. Annars fyrir 1.-7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk. Fjórir tefla í hverri sveit.

Mótið hefst kl. 09:30 og er áætlað því ljúki um kl. 11:30. Verðlaun fyrir 3 efstu sveitirnar í báðum flokkum.
Flúðaskóli býður upp á létta hressingu um mitt mótið. Að sjálfsögðu er hægt að koma með nesti..

Skráningarfrestur er til föstudaginn, 26. febrúar kl. 14.
Skráningarform má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSc7cPHI4-5NEZp8JPVlnX6XMGZtHcj-FkmDrVc_z54ade8ndg/viewform.

Hér má finna upplýsingar um þegar skráðar sveitir: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ooSjh1dDuJgDI87_QagPXJ2N0Rg7gQJ6SCrUSxS6dKA/

Mótshaldið er að þessu sinni samvinnuverkefni Flúðaskóla og Skáksambands Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram en fyrri mót fórum fram í Fischer-setri árin 2018 og 2019. Mótið féll niður í fyrra vegna Covid-19.

Við hvetjum skóla á Suðurlandi til að taka þátt! Engin þátttökugjöld.

Við viljum vekja sérstaka athygli á frábæru skólatilboði Skáksambandins á skáksettum og klukkum. Sjá hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdBfjLESlkEhpHSKpEdIY0ZpXEqk_16i99kYXmqnRfEXl8GRw/viewform.
Tilvalið að fá afhent skáksettin og klukkurnar í Flúðaskóla.

mar
12
Fös
2021
Skákbúðir
mar 12 – mar 14 allan daginn
Skákbúðir @ Hótel Selfoss | Selfoss | Ísland

Skákbúðir fara fram á Hótel Selfossi, 12.-14. mars.

mar
13
Lau
2021
Skákbúðamót á Hótel Selfossi
mar 13 @ 16:30 – 18:30
Skákbúðamót á Hótel Selfossi @ Hótel Selfoss | Selfoss | Ísland

Skákbúðir á vegum Skáksambandsins fyrir ungmenni landsins verða haldnar á Hótel Selfossi um helgina. Á laugardaginn kl. 16:30 munu SÍ, Skákskóli Íslands og SSON standa í sameiningu fyrir hraðskákmóti á Hótel Selfossi. Á mótinu, sem tekur um 1½-2 klst., taka þátt nemendur á námskeiðinu, heimamenn auk þess sem mótið er opið fyrir áhugasama sem vilja tefla hraðskák við marga af efnilegustu skákmönnum landsins.

Keppendur verða að hámarki 50 á mótinu og gildir þar lögmálið. Fyrstir sækja – fyrstir fá.

mar
20
Lau
2021
Íslandsmót grunnskólasveita, 8.-10. bekkur
mar 20 @ 11:00 – 15:00
Íslandsmót grunnskólasveita, 8.-10. bekkur @ Rimaskóli | Reykjavík | Ísland

Mótið fer fram laugardaginn 20. mars í Rimaskóla. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2  mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 11 og ætti að vera lokið um kl. 15.

Hver skóli getur sent að hámarki tvær sveitir. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Í hverri sveit mega vera allt að tveir varamenn.

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á  sveit. Frítt er fyrir landsbyggðarsveitir.

Veit verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar, verðlaun fyrir efstu b- sveit ásamt verðlaunum fyrir þrjár efstu sveitir af landsbyggðinni.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk.

Skráningu skal lokið í í síðasta lagi kl. 16, 18mars. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.

mar
21
Sun
2021
Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur
mar 21 @ 11:00 – 15:00
Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur @ Rimaskóli | Reykjavík | Ísland

Mótið fer fram laugardaginn 20. mars í Rimaskóla. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2  mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 11 og ætti að vera lokið um kl. 15.

Hver skóli getur sent að hámarki tvær sveitir. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Í hverri sveit mega vera allt að tveir varamenn.

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á  sveit. Frítt er fyrir landsbyggðarsveitir.

Veit verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar, verðlaun fyrir efstu b- sveit ásamt verðlaunum fyrir þrjár efstu sveitir af landsbyggðinni.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk.

Skráningu skal lokið í í síðasta lagi kl. 16, 18mars. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.

apr
22
Fim
2021
Sumarmót Fjölnis
apr 22 @ 11:00 – 14:00
Sumarmót Fjölnis @ Rimaskóli | Reykjavík | Ísland

Sumarskákmót Fjölnis á Sumardaginn fyrsta

 

Skákdeild Fjölnis fagnar sumrinu með glæsilegu sumarskákmóti fyrir öll grunnskólabörn í Rimaskóla fimmtudaginn 22. apríl frá kl. 11:00 – 13:15. Þátttakendur eru hvattir til að mæta 15 mínútum fyrr til skráningar.

 

–  30 + verðlaun og happadrættisvinningar frá Hagkaup , EmmEss, Pizzan , Bókabúðinni Grafarvogi og

COCO´S

–  Verðlaunabikarar frá Rótarýklúbbi Grafarvogs

–  Veitingar í mótslok frá Hagkaup, Emmess og Ekrunni

 

Tefldar verða sex umferðir. Spritt og aðstaða skv. sóttvarnareglum, hámark 50 í hverjum skáksal og nóg rými.

Grunnskólakrakkar frá skákfélögunum í Reykjavík, Kópavogi, Selfossi, Vestmannaeyjum eru hvattir til að fagna sumrinu með nokkrum skákum, þiggja veitingar og vinna til verðlauna eða happadrættisvinninga.

Stætó – Leið 6 – Spöng stoppar mjög nálægt Rimaskóla.

Skákstjórar verða þeir Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Gauti Páll Jónsson skákkennari og stjórnarmaður í SÍ.

maí
29
Lau
2021
Meistaramót Skákskóla Íslands 2021 (u2000)
maí 29 @ 11:00 – maí 30 @ 14:45
Meistaramót Skákskóla Íslands 2021 (u2000) @ Rúgbrauðsgerðin | Reykjavík | Ísland

Meistaramót Skákskóla Íslands 2021 – undir 2000 skákstigum fer fram við glæsilegar aðstæður í Rúgbrauðsgerðinni 29. og 30. maí nk.

Keppnisskilmálar og skipulag:

Þátttökurétt hafa öll börn og unglingar fædd 2001 og síðar og eru með 2000 elo stig eða minna og hafa tekið þátt í námskeiðum á vegum Skákskóla Íslands á þessari önn.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að bjóða öðrum einstaklingum til mótsins.

*Aðalstyrktaraðli Meistaramótsins er velunnari Skákskólans Agnar Tómas Möller. 

*Keppt er í einum flokki. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu.

*Tímamörk verða 15 10.

*Keppnisdagar eru tveir, 29. og 30. maí nk.  

*Keppnisstaður: Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6.

* Fylgt verður sóttvarnarreglum sem í gildi verða.

Keppt um sæti á HM ungmenna í netskák:

Á þessu móti verður keppt um sex sæti á HM ungmenna í netskák. FIDE mun til tilkynna um dagsetningu þess móts síðar.

Keppt er um: 

  • Eitt sæti í HM í Opnum flokki u 16 ára
  • Eitt sæti í HM í Opnum flokki u 14 ára
  • Eitt sæti í HM í Opnum flokki u 12 ára.
  • Eitt sæti í HM í stúlknaflokki u 16 ára.
  • Eitt sæti í HM í stúlknaflokki u 14 ára.
  • Eitt sæti í HM í stúlknaflokki u 12 ára.

Dagskrá Meistaramóts Skákskóla Íslands mótsins verður með eftirfarandi hætti:

Fyrri keppnisdagur:

  1. umferð. Laugardagur 29. maí kl. 11. – 11. 45.
  2. umferð: Laugardagur 29. maí kl. 12 – 12.45.
  3. umferð: Laugardagur 29. maí kl. 13 – 13.45.
  4. umferð:  Laugardagur 29. maí kl. 14 – 14.45.
  5. umferð: laugardagur 29. maí kl.   15.- 15.45.

Seinni keppnisdagur:

  1. umferð:  Sunnudagur 30. maí kl. 11. -11.45.
  2. umferð: Sunnudagur 30. maí kl. 12. – 12.45
  3. umferð: Sunnudagur 30. maí kl. 13. – 13.45.
  4. umferð: Sunnudagur 30. maí kl. 14 – 14.45.

Verðlaun:

  1. verðlaun: ferðavinningur að verðmæti kr. 50 þús.
  2. verðlaun: ferðavinningur kr. 40 þús.

Besti árangur stúlkna ferðavinningur að verðmæti kr. 40 þús.

Verðlaun keppenda sem eru undir 1600 elo-stigum:  

  1. verðlaun: Ferðavinningur kr. 40 þús.
  2. verðlaun: Vönduð skákbók, áskrift eða myndaband að eigin vali.
  3. verðlaun: Vönduð skákbók, áskrift eða myndaband að eigin vali.

Verðlaun keppenda sem eru undir 1200 elo-stig og stigalausir: 

  1. verðlaun: Ferðavinningur kr. 40 þús.
  2. verðlaun: Vönduð skákbók, áskrift eða myndaband að eigin vali.
  3. verðlaun: Vönduð skákbók, áskrift eða myndaband að eigin vali.

Mótsstig úrskurða verði keppendur jafnir að vinningum.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskrá.