Icelandic Open – Íslandsmótið í skák fer fram dagana 1.-9. júní nk. Teflt verður Valsheimilinu við Hlíðarenda við frábærar aðstæður í veislusal hússins. Mótið fer eftir sama fyrirkomulagi og mótið 2013 í Turninum árið sem var 100 ára afmælismót Skákþings Íslands. Þá sigraði Hannes Hlífar Stefánsson eftir að hafa lagt Björn Þorfinnsson að velli í úrslitaeinvígi. Björn krækti sér hins vegar í stórmeistaraáfanga á mótinu. Teflt verður til minningar um Hemma Gunn – en hann einmitt lést á mótið fór fram í Turninum 2013.
Nú þegar stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Þröstur Þórhallsson skráð til leiks sem og alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson og Einar Hjalti Jensson. Mótið núna er jafnframt Íslandsmót kvenna og hefur Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna, skráð til leiks.
Mótið er opið öllum íslenskum sem og erlendum skákmönnum. Tefldar verða 10 umferðir og má finna umferðartöflu mótsins hér. Hægt er að taka tvær hálfs vinnings yfirsetur í umferðum 1-7.
Þátttökugjöld eru 10.000 kr. Stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar fá frítt. FIDE-meistarar og unglingar 16 ára og yngri fá 50% afslátt. Allar skákkonur frá frítt í mótið.
Góð verðlaun eru á mótinu eða samtals €7.500 eða um 950.000 kr.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins sem eins og er aðeins á ensku. Hægt er að skrá sig Skák.is (guli kassinn). Skákmenn eru hvattir til að skrá sig til leiks sem fyrst.