Það var fjör á lokametrum skráningar á Íslandsmótið í skák en skráningu lauk á miðnætti. Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á lokaandartökum skráningarfrestsins en það var annars vegar Héðinn Steingrímsson og hins vegar Helgi Áss Grétarsson. Hannes Hlífar Stefánsson, sem einnig hefur orðið heimsmeistari, er einnig meðal keppenda.

Alls eru 54 skráðir skráðir til leiks og þar af eru fimm stórmeistarar. Auk áðurnefndra eru stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson meðal keppenda.

Fyrsta umferðin hefst kl. 16:30. Ragnar Hermannsson, sonur Hemma Gunn, mun leika fyrsta leik mótsins. Teflt er í Valsheimilinu.

Heimasíða mótsins