Það urðu heldur betur óvænt úrslit í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák – minningarmótsins um Hemma Gunn sem hófst í Valsheimilinu í gær. Hinn ungi og efnilegi skákmaður, Birkir Ísak Jóhannsson (1929), gerði sér lítið fyrir og vann alþjóðlega meistarann og Íslandsmeistarann frá 2000, Jón Viktor Gunnarsson (2472) og það á sannfærandi hátt.
Það urðu ekki einu óvæntu úrslitin því Arnar Milutin Heiðarsson (1657) lagði Guðna Stefán Pétursson (2060) og Pétur Pálmi Harðarson (1748) gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson (2290).
Ragnar Gunnarsson, bróðir Hemma, lék fyrsta leikinn mótsins fyrir Loft Baldvinsson á móti Héðin Steingrímssyni. Loftur þurfti að gefa skákina eftir örfáa leiki vegna magakveisu sem hrjáði hann. Hann tekur yfirsetur í báðum skákum dagsins og kemur vonandi sterkur til baka á morgun.
Úrslit gærdagsins óvænt og ekki óvænt má finna á Chess-Results.
Önnur umferð hófst núna kl. 9:30. Enn er styrkleikamunur töluverður en eins og gærdagurinn sýndi okkur getur allt gerst. Héðinn Steingrímson (2583) teflir við Reykjavíkurmeistarann og stórmeistarabanann margfalda Stefán Bergsson (2186). Hannes Hlífar Stefánsson (2541) teflir við hinn ólseiga og fyrrum nemenda sinn Jóhann Ingvason (2164). Bragi Þorfinnsson teflir við Gauta Pál Jónsson (2045) og Þröstur Þórhallsson teflir við landsliðskonuna Guðlaugu þorsteinsdóttur (1983). Birkir Ísak teflir við ungstirnið Vignir Vatnar Stefánsson (2284). Á tóflta borðist mætast svo Jón Viktor og Sigurbjörn.
Allmargir skákmenn taka sér hálfs vinnings yfirsetu í morgunumferðinni og þar á meðal Helgi Áss Grétarsson (2460).
Röðun dagsins má finna á Chess-Results.
Allir skákir umferðarinnar eru sýndar beint og má nálgast á vefsíðu mótsins. Tvær umferðir fara fram í dag og hefst sú síðari kl. 16:30 skömmu eftir að Veistu hvar ég var hefst á Bylgjunni.