Helgi kampakátur í sjónvarpviðtal við RÚV skömmu eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í húsi. Mynd: BÍvarK.

Íslandsmótinu í skák – minningarmótinu um Hemma Gunn er rétt nýlokið í Valsheimilinu. Helgi Áss Grétarsson varð Íslandsmeistari í skák í fyrsta skipti í sinni elleftu tilraun. Glæsilegur árangur hjá Helga Áss sem hefur teflt lítið síðustu ár.

Spennan var mikil fyrir lokaumferðina. Helgi tefldi við Héðin Steingrímsson og helsti andstæðingur hans Þröstur Þórhallsson við Sigurbjörn Björnsson. Helgi hafði vinnings forskot. Helgi lenti hins vegar í ógöngum og hafði um tíma afar erfiða stöðu. Helgi varðist hins vegar afar vel og eftir 68 leikja skák krafðist hann jafntefli þar sem sama staðan hafði komið upp þrisvar sinnum. Eftir smá skoðun komust skákstjórar að þeirri niðurstöðu að krafa Helga væri rétt og jafntefli dæmt. Titillinn þar með hans! Þröstur tapaði hins vegar fyrir Sigurbirni. Þeir enduðu í 2.-5. sæti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni og Héðni.

Lenka Ptácníková Íslandsmeistari kvenna í tíunda skipti og sjöunda skiptið í röð! Guðlaug Þorsteinsdóttir varð önnur og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir þriðja.

Gauti Páll Jónsson varð unglingameistari Íslands í fyrsta skipti. Annar varð Vignir Vatnar Stefánsson og Alexander Oliver Mai þriðji.

Nánari frétt um Íslandsmótið á morgun.