Ólafur Kristjánsson lagði Guðmund Kjartansson að velli. Mynd: SA

Níu skákmenn hafa fullt hús eftir aðra umferð Íslandsmótsins í skák – Icelandic Open – minningarmótsins um Guðmund Arason sem fram fór fyrr í dag.  Nokkuð var um óvænt úrslit. Þau allra óvæntustu voru að Ólafur Kristjánsson (2069) vann tvöfaldan Íslandsmeistara, Guðmund Kjartansson (2454).

Helgi Áss gerði betur en Bobby Fischer gegn Viktor Pupills, þ.e. náði jafntefli. Mynd: Heimasíða SA

Einnig má nefna að Guðni Stefán Pétursson (2045) gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson og að hið aldni Viktor Pupils náði jafntefli gegn Íslandsmeistaranum Helga Áss Grétarssyni (2433). Jóhann H. Ragnarsson (1968) krækti í jafntefli á móti Vigni Vatnari Stefánssyni (2291).

Guðni Stefán gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson. Mynd: SA.

Úrslit 2. umferðar má finna á Chess-Results.

Eftirtaldir hafa fullt hús:

Mótið er jafnframt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands (u22).

Lenka Ptacníková (2145), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1908) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1855) eru efstar á Íslandsmóti kvenna með 1 vinning.

Vignir Vatnar Stefánsson er efstur á unglingameistaramótinu.

Þriðja umferð hófst núna kl. 17.

Efstu borðin

Röðun 3. umferðar í heild sinni má finna á Chess-Results.