Well you played like 2000 patzer gælti Ivan hafa verið segja við Björn að lokinni skák. Mynd: Heimasíða SA.

Hollenski stórmeistarinn Ivan Sokolov (2593) er einn efstur með fullt hús að lokinni fjórðu umferð opna Íslandsmótsins í skák – Icelandic Open – sem fram fór síðdegis í Hofi á Akureyri. Ivan vann afar snaggaralegan sigur á Birni Þorfinnssyni (2389) í umferð dagsins. Bragi Þorfinnsson (2451) og Guðmundur Gíslason (2288) eru í 2.-3. sæti með 3½ vinning eftir jafntefli í innbyrðis viðureign í dag.

Gylfi sótt hart að stórmeistaranum sem varðist vel og vann um síðir. Mynd: Heimasíða SA.

Ekki var jafn mikið um óvænt úrslit í dag og í gær. Gömlu akureysku brýnin Ólafur Kristjánsson (2069) og Gylfi Þórhallsson (2039) sýndu þó klærnar og fengu upp afar vænlegar stöður gegn stórmeistarunum Hannesi Hlífari Stefánssyni (2561) og Héðni Steingrímssyni (2549) sem báðir sluppu með skrekkinn og lögðu gömlu brýnin. Ólafur fylgdi lengi vel sigurskák Jóns L. Árnasonar gegn Margeiri Péturssyni á Búnaðarbankamótinu 1987. Gylfi fórnaði skiptamun gegn Héðni og fékk upp vænlega sóknarstöðu en stórmeistarinn varðist vel og vann um síðir..

Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson (2433) og Þröstur Þórhallsson (2435) gerðu jafntefli í hörkuskák.

Helstu úrslit:

Öll úrslit umferðarinnar má nálgast á Chess-Results.

Ellefu skákmenn hafa 3 vinning svo toppbaráttan er hörð. Staða efstu manna:

Stöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.

Mótið er jafnframt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands (u22). Lenka Ptácníková (2145) og Jóhanna Björg Jóhansdóttir (1908) eru efstar og jafnar með 2 vinninga á Íslandsmóti kvenna. Tinna Kristin Finnbogadóttir (1855) er þriðja með 1½ vinning.

Símon Þórhallsson (2184) og Vignir Vatnar Stefánsson (2291) eru efstir og jafnir með 3 vinninga á unglingameistaramótinu. Pétur Pálmi Harðarson (1847) og Gauti Páll Jónsson (2033) koma næstir með 2½ vinning.

Snorri Þór Sigurðsson var beinn í baki og vann góðan sigur á Lenku. Mynd: Heimasíða SA.

Fimmta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 15. Þá fær Bragi tækifæri að hefna ófara Björns bróður gegn Sokolov og Guðmundur Gíslason mætir Helga Áss. Meðal annarra athyglisverða viðureigna má nefna skák alþjóðlegu meistaranna Guðmundar Kjartanssonar (2454) og Björns.

Röðun 5. umferðar í heild sinni má finna á Chess-Results.