Lenka vann Liss! Mynd: Jóhann H. Ragnarsson.

Þriðja umferð Íslandsmóts kvenna fór fram. Lenka Ptácníková (2099) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (2033) eru efstar og jafnar með 2½ vinning. Lenka vann Lisseth Acevedo Mendez (1849) en Jóhanna gerði jafntefli við Sigríði Björg Helgadóttur (1682).  Liss er í 3.-4. sæti með 1½ vinning þrátt fyrir tapið ásamt Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1838) sem vann Guðlaugu Þorsteinsdóttur (1994). Hrund Hauksdóttir (1804) vann svo Sigurlaugu. Friðþjófsdóttur (1690).

Jóhanna og Sigga gerðu jafntefli í hörkuskák. Mynd: JHR

Mótinu er framhaldið með tveimur umferðum. Sú fyrri hefst kl. 10 og sú síðari kl. 16.

Skákir dagsins

Beinar útsendingar á Chess24.

Landsliðsflokkur kvenna á Chess-Results.

Batel Goitom Haile (1559) og Guðrún Fanney Briem (1209) eru efstar í áskorendaflokki kvenna með fullt hús. Taflmennskunni í flokknum lýkur í dag. Verðlaunafhending fer fram fyrir lokaumferðina ílandsliðsflokki á þriðjudaginn kl. 18.

Áskorendaflokkur kvenna á Chess-Results. 

Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.