Í gær fór fram tvær umferðir á Íslandsmóti kvenna í Garðabæ. Lenka Ptácníková (2099) vann báðar skákirnar og hefur vinnings forskot á Lisseth Acevedo Mendez (1849).

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1690) dró sig úr mótinu vegna veikinda. Þar sem hún nær ekki helming skákanna teljast þeir vinningar sem hún náði ekki með. Allir andstæðingar hennar fá því skráðan vinning á mótinu, burtséð fyrir úrslitum, en þær skákir sem hún tefldi verða reiknaðar til stiga.

Lenka hefur 4½ vinning, Lisseth hefur 3½ vinning, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1933) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1994) hafa 3 vinninga.

Staðan

Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram í dag. Þá mætast meðal annars Lenka og Guðlaug.

Röðun sjöttu umferðar

Beinar útsendingar á Chess24.

Landsliðsflokkur kvenna á Chess-Results.

Áskorendaflokkur kvenna

Áskorendaflokki kvenna lauk í gær. Batel Goitom Haile (1559) vann flokkinn en hún vann allar skákir sínar. Hún ávinnur sér keppnisrétt í landsliðsflokki kvenna að ári.

Guðrún Fanney endaði í öðru shæti.

Guðrún Fanney Briem (1209) varð önnur með 4 vinning og Iðunn Helgadóttir (1291) þriðja með 3 vinninga.

Áskorendaflokkur kvenna á Chess-Results. 

Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.