Lenka við upphaf umferðar dagsins. Mynd: JHR

Það er mikil spenna fyrir lokaumferð Íslandsmóts kvenna sem fram fer á morgun þriðjudag. Lenka Ptácníková (2099) er efst – hefur hálfs vinnings forskot á Lisseth Acevedo Mendez (1849) og eins vinnings forskot á Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur (1933) eftir sjöttu og næstsíðustu umferð sem fram fór í kvöld. Lokaumferðin hefst kl. 18.

Liss er öðru sæti á mótinu. Mynd: JHR

Verðlaunafhending fyrir áskorendaflokkinn fer fram við upphaf umferðar kl. 18 en verðlaunafhending fyrir landsliðsflokkinn fer fram strax að lokinni umferð.

Umferð dagsins

Lenka gerði jafntefli við afmælisbarnið Guðlaugu Þorsteinsdóttur (1994), Liss vann Sigríði Björg Helgadóttir (1682). Jóhanna fékk vinning í ótefldri skák.

Afmælisbarn dagsins mætti með köku á staðinn og gerði jafntefli við Lenku. Mynd: JHR

Úrslit 6. umferðar

Lenka hefur 5 vinninga, Liss hefur 4½ og Jóhanna Björg hefur 4 vinninga. Allar hafa þeir séns á því að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Og mögulega geta þær allar orðið jafnar og efstar verða úrslit þannig.

Staðan

Í lokaumferðinni mætast Lenka og Jóhanna. Liss mætir Guðlaugu.

Röðun sjöundu umferðar:

 

Beinar útsendingar á Chess24.

Landsliðsflokkur kvenna á Chess-Results.

Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.