Margeir Pétursson og Þröstur Þórhallsson taka þátt í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem hefst 22. ágúst nk.

Það hafa orðið breytingar á keppendalista landsliðsflokksins í skák. Tveir fyrrverandi Íslandsmeistarar hafa dregið sig úr mótinu, þeir Jóhann Hjartarson og Héðinn Steingrímsson.

Tveir fyrrverandi Íslandsmeistarar taka sæti þeirra! Það er annars vegar Íslandsmeistarinn frá 2012, Þröstur Þórhallsson, og hins vegar Margeir Pétursson sem varð Íslandsmeistari í skák árin 1986 og 1987! Margeir tók síðast þótt í landsliðsflokki árið 1996 en þá fór mótið einmitt síðast fram í Garðabæ!

Landsliðsflokkur fer fram við glæsilegar aðstæður í Sveinatungu í Garðabæ, 22.-30. ágúst nk.

Keppendalistinn

  1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2579)
  2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2542)
  3. GM Margeir Pétursson (2475)
  4. IM Guðmundur Kjartansson (2466)
  5. GM Þröstur Þórhallsson (2430)
  6. GM Bragi Þorfinnsson (2427)
  7. GM Helgi Áss Grétarsson (2401)
  8. FM Dagur Ragnarsson (2396)
  9. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2301)
  10. Gauti Páll Jónsson (2046)

Heimasíða Skákþings Íslands