Þrír efstu menn áskorendaflokks: Alex, Oliver og Pétur Pálmi

Allt getur gerst í síðustu umferð. Fjögur efstu borðin mun skera úr um hverjir fara upp í landsliðsflokkinn á næsta ári. Tveir fullorðnir og þrír ungir menn berjast um tvö sæti. Þessir eru: Ólafur Gísli Jónsson, Lenka Ptáčníková, Pétur Palmi Harðarson og bræðurnir Aron Þór og Alexander Oliver Mai.

14:30

Borð-6: Sigurjón Haraldsson mætir ekki til leiks – Logi Sigurðsson fær vinninginn. 0-1.

Borð-7: Tómas Möllur og Ingvar Wu Skarphéðinsson hafa báðir átt gott mót. Ingvar Wu nær að leggja andstæðinginn sinn. 0-1.

Borð-12: Arnar Logi Kjartansson leikur af sér mann og svo hrók og gefst upp. Sennilega of mikil virðing fyrir félaga sínum úr Breiðabliki – Matthías Björgvin Kjartansson vinnur. 0-1.

Borð-14: Jóhann Helgi og Markús Orri semja jafntefli eftir harða baráttu. 1/2 – 1/2.

Borð-15: Birkir Hallmundarson er kominn í stuð. Nú vinnur hann Guðmund Orra Sveinbjörnsson. 0-1.

Borð-16: Olafur Fannar Pétursson vinnur Björgvin Kristbergsson eftir jafna baráttu. 0-1.

15:30

Spennan magnast –

Borð-3:Jóhann Ragnarsson virðist vera að ná mátsókn á Alexander Oliver Mai. Það mun gjörbreyta stöðinni bæði fyrir Ólaf Gísla og ekki sist Lenku. Reyndar ekki eins einfalt og við fyrsta sýn – Alexander er seigur og finnur góða vörn.

Borð-1: Pétur Palmi er með rýmra tafl – en staða svarts er trygg – hvernig á hvítur að brjótast í gegn án þess að Aron fái mótspil ?

Borð-2: Ólafur Gísli teflir vel á móti Oliver B. Kannski er Oliver aðeins að ná að fá smá yfirburði? Já, Ólafur Gísli hefur veikt kóngsstöðuna sína of mikið. 0-1.

Borð-4: Staða Elvars Más og Lenku virðist vera í 100 % jafnvægi.

Borð-5: Haraldur Baldursson er seigur eins og viður. Arnar Milutin Heiðarsson var með yfirburðastöðu rétt áðan – en það er að snúast við.

Borð-8: Óskar Maggason er með pressu á Kristjáni Erni Elíassýni. Enn Kristján þrífst í svona vafasömum stöðum svo baráttan er langt frá yfir.

Borð-9: Adam Omarsson og Hjalmar Sigurvaldason – allt í jafnvægi. En Adam teflir biskupaendataflið mjög vel og vinnur. 1-0.

Borð-10: Mikael Bjarki Heiðarsson er hástökkvari mótsins og hirðir bæði eitt og tvö peð af Iðunni Helgadóttur. Hann þorir samt ekki að taka við þegar Iðunn fornar biskup. Þá gæti Iðunn hafa jafnað taflið.

Borð-11: Gunnar Erik Guðmundsson yfirspilar Jósef Omarsson. Jósef er ekki í sama stuði og í gær en hefur samt átt mjög gott mót. 0-1.

Borð-13: Sigurður J. Sigurðsson var með yfirburðastöðu á móti Arnari Frey Orrasyni. Arnari tekst að jafna taflið og rúmlega það og Sigurður gefst upp. Það var fullsnemmt. 1-0.

16:15

Borð-1: Pétur Palmi vinnur tvo menn fyrir hrók. Það ætti að duga honum. Hann brýst í gegn á miðborðinu og vinnur sannfærandi sigur. Dugar það fyrir landsliðsflokkinn? Það kemur í ljós. Að minnsti kosti væri það réttlátt – hann hefur teflt best af öllum Íslendingum. Já það dugar. 1-0.

Borð-3: Jóhann fornar skiptamun fyrir sterkt miðborð og hugsanlega sókn. Hef samt á tilfinninguna að Alexander sé ekki í vandræðum. Alexander hirðir peðin af Jóhanni og passar upp á að Jóhann kemst ekki í færi við kónginn. Þetta gæti þýtt landsliðsflokk á næstu ári. Það gerir það! 0-1.

Borð-4: Lenka er að ná frumkvæðinu. Hún hefur náð að skapa glufur í kóngsstöðu Elvars. Enn Elvar verst fimlega. Lenka er með drottningu á móti hrók og riddara. Gæti orðið langt endatafl. Nei – Lenka er fljót að afgreiða málið. 0-1.

Borð-5: Alveg ótrúleg staða – hef ekki hugmynd hver stendur betur. Arnar yfirspilar sjálfan sig og Haraldur vinnur óvæntan sigur. 0-1.

Borð-7: Óskar er með tvö samstæð frípeð í hróksendataflinu og mun vinna ef hann kunni aðferðina.

Borð-10: Mikael Bjarki vinnur Iðunni. Það ætti að vera 100 skákstíg í plús – nei meira 122. 1-0.

Lokaorð:

Í ljósi þess að Oliver býr ekki hérlendis var það niðurstaðan að Alexander Oliver fær bikarinn stóra til varðveislu næsta árið!

Skemmtilegasta mót sem ég man eftir er lokið. Óliver Bewersdorff vinnur mótið með 7,5 vinninga en mikilvægara er annað og þriðja sætið sem gefur sæti í landsliðsflokki að ári. Alexander Oliver Mai og Pétur Palmi Harðarson hirða þau sæti með 7 vinninga. Aron Þór Mai situr eftir með sárt ennið í fjórða sæti og einnig Lenka Ptáčníková í fimmta sæti bæði með 6,5 vinninga.

Svo fylgir bæði gamalkunnir og óvæntir menn: Haraldur Baldursson 6 vinninga. Ólafur Gísli Jónsson, Ingvar Wu Skarphéðinsson, Óskar Maggason og Logi Sigurðsson hljóta 5,5 vinninga.

Ungu mennirnir og konurnar hafið staðið sig frábærlega í mótinu – það gildir bæði um þau úr Breiðablik og TR.