Útsýnið í skáksalnum er ekki amalegt!

Það er nóg að gera í skáklífi landans þessa dagana. Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák hefst þriðjudaginn 30. mars nk. Sex stórmeistarar taka þátt í mótinu sem fram fer í glæsilegu húsnæði Siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi. Íslandsmót kvenna fer fram samhliða en hefst degi síðar. Þar taka sex skákkonur þátt.

Landsliðsflokkur

Flokkurinn er vel skipaður og flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar meðal keppenda. Þar af sjö af átta keppendum Íslandsbikarsins. Sex stórmeistarar taka þátt og þá er Guðmundur Kjartansson talinn með en hann hefur enn ekki verið formlega útnefndur stórmeistari.

 1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2578)
 2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2536)
 3. GM Jóhann Hjartarson (2525)
 4. IM Guðmundur Kjartansson (2483)
 5. GM Helgi Áss Grétarsson (2440)
 6. GM Bragi Þorfinnsson (2439)
 7. IM Björn Þorfinnsson (2388)
 8. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2330)
 9. IM Davíð Kjartansson (2314)
 10. Alexander Oliver Mai (2059)

Mótið byrjar 30. mars og lýkur 8. apríl. Teflt er alla daga nema á páskadag, 4. apríl.

Umferðir eru alla daga kl. 15. Aukakeppni (verði þessi þörf) og lokahóf/verðlaunaafhending fer fram föstudaginn 9. apríl.

Íslandsmót kvenna

 1. WGM Lenka Ptácníková (2106)
 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1963)
 3. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1843)
 4. Hrund Hauksdóttir (1819)
 5. Batel Goitom Haile (1636)
 6. Ulker Gasanova (1554)

Umferðartafla

 • 31. mars, miðvikudagur, kl. 18
 • 3. apríl, laugardagur, kl. 15
 • 5. apríl, mánudagur (annar í páskum), kl 15
 • 6. apríl, þriðjudagur, kl. 18
 • 8. apríl, fimmtudagur kl. 18
 • 9. apríl, úrslitakeppni (ef þarf) og verðlaunafhending