Lenka Íslandsmeistari kvenna í 12. sinn! Mynd: JHR

Þriðja umferð Íslandsmóts kvenna fór fram í kvöld. Það gekk vel hjá svörtum en allar skákir umferðar kvöldsins unnust á svart. Lenka Ptácníková (2107) er efst með fullt hús en hún vann Hrund Hauksdóttur (1819). Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1990), sem vann Batel Goitom Haile (1625), og hefur aðeins teflt tvær skákir, er í öðru sæti með 2 vinninga ásamt Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1843) sem lagði Ulker Gasanova (1534) að velli.

Hlé verður gert á mótinu um helgina vegna aðalfundar SÍ, sem hefst kl. 10 í fyrramálið, og Meistaramóts Skákskóla Íslands sem fram fer um helgina. Mótinu verður framhaldið á mánudagskvöldið.