Jóhanna leitaði í smiðju Dubovs með 6. b4!

Fjórða umferð Íslandsmót kvenna fór fram í kvöld. Lenka Ptácníková (2107) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1990) hafa báðar fullt hús. Lenka eftir fjórar skákir en Jóhanna hefur teflt þrjár. Jóhann fór í smiðju Daniil Dubov í kvöld og vann Hrund Hauksdóttur (1819) í skemmilegri skák. Batel Goitom Haile (1625) gerði jafntefli við Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1843).  Lenka vann í ótefldri skák.

Ingvar Þór Jóhannesson tók skákir kvöldsins saman á jútjúb:

Fimmta umferð fer fram á morgun. Lenka mætir Tinnu og Jóhanna teflir við Ulker Gasanova (1534).