Séð yfir skáksalinn í kvöld. Mynd: KÖE

Lenka Ptácníková (2107) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1990) héldu áfram sigurgöngu sinni á Íslandsmóti kvenna. Fimmta umferð kvöldins fór fram í kvöld. Öllum skákunum lauk með sigri svarts. Lenka vann Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1843) og Jóhanna hafði betur gegn Ulker Gasanova (1534). Lisseth Acebedo Mendez (1829) lagði Hrund Hauksdóttur (1819) að velli.

Lenka hefur 5 vinninga eftir 5 skákum en Jóhanna hefur 4 vinninga í 4 skákum. Það er ljóst að önnur hver þeirra verður Íslandsmeistari. Hvort að Lenka verði Íslandsmeistari í þrettánda sinn eða Jóhanna Björg í fyrsta skipti kemur síðar í ljós! Tinna er í þriðja sæti með 2 vinninga.

Frídagur er á morgun, miðvikudag. Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram á fimmtudagskvöldið. Þá teflir Jóhanna við Tinnu en Lenka situr yfir. Á föstudaginn mætast þær í lokaumferðinni og þegar ljóst að sú skák verður úrslitaskák.

Ingvar Þór Jóhannesson tók samantekt á 5. umferðinni: