Jóhanna og Tinna að lokinni skák.

Lenka Ptácníková (2107) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1990) hafa báðir fullt hús að loknum fimm skákum á Íslandsmóti kvenna. Jóhanna vann Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1843) í gær en Lenka sat yfir. Batel Goitom Haile (1625) og Hrund Hauksdóttir (1819) gerðu jafntefli þar sem hinn síðarnefnda mátt teljist heppin að sleppa. Liss Acevedo Mendez (1829) vann Ulker Gasanova (1534) í ótefldri skák.

Jóhanna og Lenka hafa mikla yfirburði hafa 2½ vinnings forskot á Liss sem eru í þriðja sæti. Hrund og Tinna hafa 2 vinninga.

Lenka og Jóhanna mætast í lokaumferðinni og mætir Skákvarpið í kvöld. Ingvar verður með skákina í beinni lýsingu. Sigur Lenku tryggir henni þrettánda Íslandsmeistaratitilinn en sigur tryggir Jóhönnu hennar fyrsta. Verði jafntefli tefla þær aukakeppni síðar. Ekki er hægt að koma henni fyrir um helgina vegna Pallamótsins í Eyjum á morgun og Íslandsmóts kvenna í hraðskák á sunnudaginn.

Ingvar Þór Jóhannesson tók samantekt á 6. umferðinni.