Ivan Sokolov (2593) vann Braga Þorfinnsson (2451) í fimmtu umferð opna Íslandsmótsins í skák – Icelandic Open í kvöld. Hollendingurinn hefur fullt hús eftir fimm umferðir. Guðmundur Gíslason (2288) heldur áfram að vinna stórmeistarana og vann Helga Áss Grétarsson (2433) í umferð dagins.

Vignir Vatnar Stefánsson (2291) gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Tiger Hillarp Persson (2563).
Helstu úrsllit fimmtu umferðar:

Öll úrslit fimmtu umferðar má finna á Chess-Results.

Guðmundur er annar með 4½ vinning. Fjórir, sem hafa borið Íslandsmeistaratitilinn eru í 3.-6. sæti. Það eru þeir Héðinn Steingrímsson (2549), Þröstur Þórhallsson (2435), Hannes Hlífar Stefánsson (2561) og Guðmundur Kjartansson (2454).
Staða efstu manna:

Mótið er jafnframt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands (u22). Lenka Ptácníková (2145) er efst á Íslandsmóti kvenna með 3 vinninga, Jóhanna Björg Jóhansdóttir (1908) er önnur með 2½ vinning og Tinna Kristin Finnbogadóttir (1855) er þriðja með 1½ vinning.
Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Pétur Pálmi Harðarson (1847) eru efstir með 3½ vinning á unglingameistaramóti Íslands (u22). Símon Þórhallsson (2184) og Benedikt Briem (1811) koma næstir með 3 vinninga.
Sjötta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 15. Þá mætast efstu menn mótsins Sokolov og Guðmundur Gíslason. Hannes teflir við Guðmund Kjartansson og Héðinn mætir Þresti.
Helstu viðureignir sjötta umferðar:
Röðun 6. umferðar í heild sinni má finna á Chess-Results.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Follow Chess)
- Beinar útsendingar (Chessbomb)








