Héðinn er efstur Íslendinganna með 5 vinninga
Héðinn að tafli á Íslandsmótinu í sumar. Mynd: Sigurður Arnarson.

Ivan Sokolov (2593) trónir einn á toppnum á opna Íslandsmótinu í skák að lokinni 6. umferð. Hollendingurinn lagði Guðmund Gíslason (2288) í umferð dagsins og hefur fullt hús. Héðinn Steingrímsson (2549) lagði Þröst Þórhallsson (2435) og er efstur Íslendinganna með 5 vinninga.

Ivan Sokolv er enn efstur með fullt hús. Mynd; Heimasíða SA.

Heimamaðurinn Mikael Jóhann Karlsson (2146) lagði stórmeistarann Braga Þorfinnsson (2451) í líflegri skák. Stefán Bergsson (2124) gerði jafntefli við stórmeistarann og ríkjandi Íslandsmeistarann Helga Áss Grétarsson (2433) og hinn efnilegi Benedikt Briem (1811) gerði einnig jafntefli við alþjóðlega meistarann Justin Sarkar (2358).

Mikael Jóhann lagði Braga Þorfinnsson
Mikael Jóhann lagði Braga Þorfinnsson í kvöld – Mynd: Heimasíða SA

Helstu úrslit 6. umferðar:

Öll úrslit 6. umferðar má finna á Chess-results.

Staða efstu manna að lokinni 6. umferð:

Lenka Ptácníková (2145) er efst á Íslandsmóti kvenna með 3½ vinning, Jóhanna Björg Jóhansdóttir (1908) er önnur með 2½ vinning.

Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Símon Þórhallsson (2184) eru efstir með 4 vinninga á Unglingameistaramóti Íslands (u22). Pétur Pálmi Harðarson (1847), Gauti Páll Jónsson (2033) og Benedikt Briem (1811) koma næstir með 3½ vinning.

Sjöunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 15. Þá hefur Héðinn hvítt á Sokolov, Guðmundur Gíslason fær Tiger Hillarp og Hannes Hlífar mætir Mikael Jóhanni.

Helstu viðureignir 7. umferðar:

Röðun 7. umferðar í heild sinni má finna á Chess-Results.