Héðinn vann Ivan fremur sannfærandi í kvöld. Mynd: Heimasíða SA.

Héðinn Steingrímsson (2549) vann sannfærandi sigur á Ivan Sokolov (2593) í sjöundu umferð opna Íslandsmótsins í skák sem fram fór í Hofi á Akureyri í kvöld. Með þeim sigri náði Héðinn Ivan að vinningum og eru þeir efstir og jafnir með 6 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson (2561), sem vann Mikael Jóhan Karlsson (2146), og Guðmundur Kjartansson (2454), sem lagði Þröst Þórhallsson (2435) að velli, eru í 3.-4. sæti með 5½ vinning.

Helstu úrslit 7. umferðar:

Öll úrslit 7. umferðar má finna á Chess-results.

Staða efstu manna:

 

Stöðuna í heild sinni á finna á Chess-Results.

Lenka og Gauti gerðu jafntefli í 130 leikja skák. Mynd: Heimasíða SA.

Lenka Ptácníková (2145) er efst á Íslandsmóti kvenna með 4 vinninga. Jóhanna Björg Jóhansdóttir (1908), Tinna Kristin Finnbogdóttir (1855) ) og Iðunn Helgadóttir (1105) eru í 2.-4. sæti með 2½ vinning.

Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Símon Þórhallsson (2184) eru efstir með 4½ vinning á Unglingameistaramóti Íslands (u22). Benedikt Briem (1811) og Gauti Páll Jónsson (2033) eru í 3.-4. sæti með 4 vinninga.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram á morgun, föstudag, og hefst kl. 15.

Þá mætast meðal annars Sokolv og Hannes og Guðmundur Kjartansson og Héðinn.

Helstu viðureignir

Röðun 8. og næstsíðustu umferðar má í heild sinni má finna á Chess-Results.