Hörkubarátta Guðmundur Kjartansson og Héðinn Steingrímsson gerðu jafntefli í gær eftir 79 leiki . — Morgunblaðið/Sigurður Arnarson

Ivan Sokolov (2393) og Héðinn Steingrímsson (2549) eru efstir og jafnir með 6½ vinning að lokinni áttundu og næstsíðustu umferð opna Íslandsmótsins í skák sem fram fór í gær. Ivan gerði stutt jafntefli við Hannes Hlífar Stefánsson (2561). Sömu úrslit urðu í skák Héðins og Guðmundar Kjartanssonar (2454) en þar varn hins vegar teflt til síðasta blóðdropa. Héðinn, Hannes, Guðmundur og Jón Viktor Gunnarsson (2452) geta allir orðið Íslandmeistarar.

Ivan Sokolov gerði stutt jafntefli í gær.

Óvænt úrslit urðu í gær þegar Mikael Jóhann Karlsson (2146) lagði Björn Þorfinnsson (2389). Það er ljóst að Mikki verður ekki á jólakortalista þeirra bræðra næstu jól enda hann þá báða á mótinu.

Helstu úrslit áttundu og næstíðustu umferðar:

Öll úrslit má finna á Chess-Results

Bikarnir þrír sem barist er um.

Baráttan um Íslandsmeistaratitlana er hörð. Héðinn hefur hálfs vinnings forskot á Hannes Hlífar Stefánsson (2561), Guðmund Kjartansson (2454) og Jón Viktor Gunnarsson (2452). Hann stendur hins vegar töluvert lakar að velli í oddastigum en Hannes og er líka lægri en Jón Viktor. Hann er hins vegar hærri en Guðmundur. Verði menn efstir og jafnir ráða oddastigin hver verður Íslandsmeistari. Vinni Héðin Tiger Hillarp Persson (2563) er hann öruggur um titilinn. Jafntefli geta hins vegar þýtt að Hannes, Jón Viktor eða Guðmundur hampi titlinum.

Staða Hannesar er góð að því leyti að hann hefur langhæstu oddastigin og vinnur væntalega titilinn komi til oddastigaútreiknings.

Staða efstu manna

Stöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.

Iðunn og Tinna.

Lenka Ptácníková (2145) er efst á Íslandsmóti kvenna með 4 vinninga. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1855) er önnur með 3½ vinning og Jóhanna Björg Jóhannsdótir (1909) þriðja með 3 vinninga.

Símon Þórhallsson (2184), Vignir Vatnar Stefánsson (2291), Pétur Pálmi Harðarson (1847), Benedikt Briem (1811), og Birkir Ísak Jóhannsson (1981) eru efstir og jafnir á unglingameistaramóti Íslands (u22). Afar líklegt er unglingmeistaratitilinn ráðist á oddastigum.

Lokaumferðin hefst núna kl. 11.

Helstu viðureignir

Röðun níundu og síðustu umferðar má í heild sinni má finna á Chess-Results.