Það gekk á ýmsu í þriðju umferð opna Íslandsmótsins í skák – Icelandic Open – minningarmóts um Guðmund Arason sem fram fór í kvöld í Hofi á Akureyri. Stórmeistarar féllu þar í valinn – hver á fætur öðrum. Af stigahæstu mönnum var það aðeins Ivan Sokolov sem vann sína skák. Hann er efstur með fullt hús ásamt Guðmundi Gíslasyni (2288) og bræðrunum Birni (2389) og Braga Þorfinnssonum (2451) sem allir unnu umtalsvert stigahærri andstæðinga.

Björn var einbeittur gegn Hannesi og vann góðan sigur á Íslandsmeistaranum tólffalda. Mynd: Heimasíða SA.Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi sigur á Héðni Steingrímssyni (2549). Björn lagði tólffaldan Íslandsmeistara, Hannes Hlífar Stefánsson (2561) afar örugglega að velli sömueiðis. Bragi sýndi mikla seiglu þann hafði betur gegn sænska stórmeistaranum Tiger Hillar Persson (2563).

Úrslit umferðarinnar má finna á Chess-Results.
Stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson (2435), Helgi Áss Grétarsson (2433) og Guðni Stefán Pétursson (2045) eru í 5.-7. sæti með 2½ vinning.
Röð efstu manna
Stöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.
Mótið er jafnframt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands (u22).
Lenka Ptácníková (2145) er efst á Íslandsmóti kvenna með 2 vinninga.

Gauti Páll Jónsson (2033), Vignir Vatnar Stefánsson (2291), Símon Þórhallsson og Birkir Ísak Jóhannsson (1981) eru efstir og jafnir á unglingameistaramóti Íslands með 2 vinninga.

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 15. Sokolov teflir við Björn og Bragi mætir Guðmundi. Á þriðja borði verður stórmeistaraslagur Helga Áss og Þrastar.
Helstu viðureignir verða:
Röðun 4. umferðar í heild sinni má finna á Chess-Results.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Follow Chess)
- Beinar útsendingar (Chessbomb)








